17.01.2014 16:45

100 ár

Í dægurþrasi hvurndagsins tekur maður stundum í munn sér stór orð sem maður notar ekki á helgi-og tyllidögum.Svona líkt að það var töluð danska á sunnudögum í ónefndu kauptúni hérlendis. Það eru 100 ár í dag síðan Eimskipafélag Íslands var stofnað.

Hér er mynd af stefni á ,að mínu mati  fallegasta skipi Eimskipafélags Íslands fyrr og síðar BRÚARFOSSI II






Þó margir séu ekki ánægðir með hlutina eins og þeir snúa að okkur í dag eigum við öll að fagna þessum áfanga og taka undir orð þv forstjóra félagsins sem hann skrifar í aukablað Morgunblaðsins þ 17 jan 1964 en þar segir m.a.:"- Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914 er dæmi um hvað lítil þjóð fær áorkað og hve stóru Grettistaki hún getur lyft, þegar hún ber gæfu til að standa saman sem einn maður. Þessi saga ætti að vera hverju barni kunn og getur vissulega verið lærdómsrik núverandi og komandi kynslóðum, sérstaklega þegar
sundrungin dreifir kröftunum. Kunni þjóðin að bera gæfu til að nýta sér þann lærdóm þarf hún ekki að óttast framtíðina" Tilv.lýkur Sjaldan hafa sannari orð verið skrifuð og eru þau í fullu gildi í dag

Á myndinni eru 6 "Fossar" staddir í Reykjavíkurhöfn Myndirnar skannaðar úr Morgunblaðinu þ 17 jan 1964




Og seinna í greininni skrifar Óttar m.a "Það er skoðun mín, að siglingamál eigi að vera í höndum aðila, sem stunda siglingar einvörðungu, og að það sé hættuleg þróun, ef skipaeign landsmanna kemst í hendur þeirra, sem jafnframt stunda inn- og útflutningsverzlun Nýting skipsrúms verður lélegri og í því felst einnig einokunarhætta, sem hindrað getur frjálst framtak og frjálsa verzlun. Það mega gjarnan vera fleiri en eitt skipafélag í landinu, en þau eiga ekki að hafa annara hagsmuna að gæta, en þeirra sem þau flytja fyrir og þá allra jafnt.Tilv.lýkur. Var þarna farið út af línunni ?.Ekki veit ég og menn hafa sínar skoðanir á því. En í dag erum við að fagna þessum áfanga með stjórn og starfsmönnum Eimskip. Látum ekki dægurþras spilla gleði þeirra

Fyrsta skipið GULLFOSS I


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Fallegasta skipið ? BRÚARFOSS II


                                                                                                                                ©Tryggi Sig
Frægasta skipið ? GULLFOSS II


                                                                                                © söhistoriska museum.se

Eftirminnilegasta skipið ? SELFOSS I  Hann var meira að segja talin tefja framsókn Bandamanna í WW2

                                                                                                                                 Úr mínum fórum © ókunnur

En þetta er nú frekar sett fram í gríni og er að mínu áliti.En Fragtskip.123. is óskar stjórn og starfsfólki Eimskip innilega til hamingu með þann áfanga sem þeir minnast í dag. Og ég held að í starfsmannahópnum sé valinn maður í hverju rúmi
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere