06.02.2014 21:07
Meira frá Heiðari
Á hafísárunum sem svo voru kölluð fórum við á Arnarfelli nokkrar ferðir á Norðurlandið. Þetta var bölvað pjakk að komast þetta og gekk hægt Jón Daníelsson var skipstjóri og útsjónasamur að potast þetta. Oft var farið með ströndinni ærið grunnt en rétt lullað áfram og allt fór þetta vel. Á myndunum hér sést út á ísjakana og á hinni myndinni hafa þeir Sverrir Hannesson stýrimaður og Rúnar Geirsson bátsmaður tyllt sér nokkuð hátt til að reyna að sjá heppilega leið. Báðar myndirnar eru tekna á austanverðum Húnaflóa. Ég hélt því fram við Jón Dan að við hefðum farið yfir Skallarifið í þessari ferð en hann vildi nú ekki samsinna því enda var það nú ekki alveg rétt, en við smeygðum okkur alveg með því.
© Heiðar Kristinsson