10.02.2014 11:44
Arnarfell I í Borgarnesi
Ég fann tvær myndir af Arnarfelli I teknar í Borgarnesi á sínum tíma í Ljósmyndasafni Borgarfjarðar Ég sendi vini mínum Heiðari Kristins þær til skoðunar áður en ég hafði leyfi til að birta þær hér. Hann brást vel við og sendi smá pistill. Nú hef ég náð í eigands myndanna Gunnar Kristjánsson,góðan og gegnan Borgnesing sem gaf mér strax umbeðið leyfi. Hér er pistill Heiðars með myndum Gunnars. Ég þakka þeim báðum kærlega fyrir efnið:
Mikið er gaman að sjá þessar myndir hef ekki séð þær áður. Ég var þarna um borð I. stýrimaður þegar þetta var og mig minnir að Sverrir hafi verið II. stýrimaður og Guðmundur Lárusson III stýrimaður ekki samt alveg viss. Við fórum frá Gufunesi minnir mig með áburð og lestað eins mikið og djúpristan leyfði. Farið var snemma morguns og komið að Borgarnesi á morgun flóðinu ( stórstreymt) Ekki tókst betur til en svo að þegar komið var að bryggjunni var ennþá mikill innstraumur (eftirstreymt) . Það náðist að koma kastlínu í land að framann en þeir sem tóku við urðu að sleppa henni og ekki náðist að koma upp landfestum enda ferðin mikil á skipinu og lenti það á eyrinni og náðist ekki út þó bakkað væri á fullri ferð. Því var reyndar fljótlega hætt til þess að moka ekki drullunni fram með skipinu og jafnvel festa það enn meira.

© Gunnar Kristjánsson
Við skutum línu í land og komum landfestum framan og aftan í bryggjuna en þegar það var búið var fallið svo mikið út að við náðum ekki að hífa okkur út. Sátum því þarna allan daginn Borgnesingum til athlægis sem komu margir á bryggjuna og híuðu á okkur. Skipið flaut svo upp nokkru fyrir síðdegisflóðið og við hífðum okkur að bryggjunni um kvöldmatarleitið. Jón Daníelsson var skipstjóri og við vorum með leiðsögumann frá Reykjavík um borð og þetta var í síðasta skipti sem Jón Dan tók leiðsögumann í Borgarnes sagðist geta gert svona án leiðsagnar. Ekki urðu neinar skemmdir á skipinu enda rann það bara þarna inn í drulluna og maður fann ekki einu sinni þegar það tók botninn.

© Gunnar Kristjánsson
En í marga mánuði gott ef ekki meira en í ár sást á fjörunni farið eftir Arnarfell þarna á eyrinni. Við vorum að fara í slipp eftir þessa ferð og vegna þessa varð tryggingaklúburinn að borga upptökuna til að kanna botninn en skemmdir voru auðvitað engar. Svo segja má að þetta óhapp hafi orðið Skipadeildinni til smá útgjaldasparnaðar þó svo að í littu væri. Kúnstin við að sigla í Borgarnes á þetta stórum skipum var sú auk þess að þekkja vel til siglingaleiðarinnar að vera á flóðinu yfir rifið skammt utanvið og að örlítið væri byrjað að bresta út þegar komið var að bryggjunni til að hafa betri stjórn á skipinu.
Mikið er gaman að sjá þessar myndir hef ekki séð þær áður. Ég var þarna um borð I. stýrimaður þegar þetta var og mig minnir að Sverrir hafi verið II. stýrimaður og Guðmundur Lárusson III stýrimaður ekki samt alveg viss. Við fórum frá Gufunesi minnir mig með áburð og lestað eins mikið og djúpristan leyfði. Farið var snemma morguns og komið að Borgarnesi á morgun flóðinu ( stórstreymt) Ekki tókst betur til en svo að þegar komið var að bryggjunni var ennþá mikill innstraumur (eftirstreymt) . Það náðist að koma kastlínu í land að framann en þeir sem tóku við urðu að sleppa henni og ekki náðist að koma upp landfestum enda ferðin mikil á skipinu og lenti það á eyrinni og náðist ekki út þó bakkað væri á fullri ferð. Því var reyndar fljótlega hætt til þess að moka ekki drullunni fram með skipinu og jafnvel festa það enn meira.
© Gunnar Kristjánsson
Við skutum línu í land og komum landfestum framan og aftan í bryggjuna en þegar það var búið var fallið svo mikið út að við náðum ekki að hífa okkur út. Sátum því þarna allan daginn Borgnesingum til athlægis sem komu margir á bryggjuna og híuðu á okkur. Skipið flaut svo upp nokkru fyrir síðdegisflóðið og við hífðum okkur að bryggjunni um kvöldmatarleitið. Jón Daníelsson var skipstjóri og við vorum með leiðsögumann frá Reykjavík um borð og þetta var í síðasta skipti sem Jón Dan tók leiðsögumann í Borgarnes sagðist geta gert svona án leiðsagnar. Ekki urðu neinar skemmdir á skipinu enda rann það bara þarna inn í drulluna og maður fann ekki einu sinni þegar það tók botninn.
© Gunnar Kristjánsson
En í marga mánuði gott ef ekki meira en í ár sást á fjörunni farið eftir Arnarfell þarna á eyrinni. Við vorum að fara í slipp eftir þessa ferð og vegna þessa varð tryggingaklúburinn að borga upptökuna til að kanna botninn en skemmdir voru auðvitað engar. Svo segja má að þetta óhapp hafi orðið Skipadeildinni til smá útgjaldasparnaðar þó svo að í littu væri. Kúnstin við að sigla í Borgarnes á þetta stórum skipum var sú auk þess að þekkja vel til siglingaleiðarinnar að vera á flóðinu yfir rifið skammt utanvið og að örlítið væri byrjað að bresta út þegar komið var að bryggjunni til að hafa betri stjórn á skipinu.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5483
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195576
Samtals gestir: 8335
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:33:30