18.02.2014 19:41

HANNE CATHARINA

Ég var á öðru þýskbyggðu dönsku skipi HANNE CATHARINA. Þetta skip var virkilega gott sjóskip eins og ég held að þýsksmíðuð skip séu yfirhöfuð. Þ.e.a.s séu þau hönnuð,smíðuð þar og eftir þeirra teikningum. Og t.d engir íslendingar komi þar að. Og þetta skip var  töluvert á undan sinni samtíð hvað ýmsan útbúnað snerti.

Hér sem ANNE CATHARINA


                                                                              
© Frode Adolfsen

Þar voru t.d. filmu rúllugardínur fyrir brúargluggum til notkunnar í miklu sólskini. Lestarlúgur líkar þeim sem við á Esju IV vorum oft í vandræðum með virkuðu vel á þessu, þá 27 ára skipinu Og ýmislegt var það sem ég saknaði frá þessu skipi á næsta skipi sem ég réðist á en sem var 18 árum yngra.Hanne var t.d með Anschütz gírókompás og sjálfsstýringu Við tókum aldrei "stýrismenn" (helmsmen) í Kílarskurðinum á þessum coasterum. Og oftar enn ekki lenti það á mér að stýra megnið af leiðinni. En þegar við komum þarna á Hanne vildu lóðsarnir stýra sjálfir með sjálfstýringunni. Þetta var eina skipið sem ég man eftir að þetta var gert á


Hér sem  ANNE CATHARINA


                                                                                                        © Capt.Jan Melchers

Skipið var smíðað hjá Peters, Hugo í Wewelsfleth ,Þýskalandi 1970 sem ANNE CATHARINA  Fáninn var: þýskur  Það mældist:1343.0 ts, 1438.0 dwt Loa: 76.60. m, brd 11.30. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum:1982 MIGNON - 1984 KATHARINA - 1987 ANNE CATHARINA - 1991 HANNE CATHARINA - 2004 SEARA Nafn sem það bar síðast undir Portúgölskum fána Enskipið mun hafa verið tekið af skrá 2012 Eða eins og segir:"No Longer updated by (LRF) IHSF(since 27/02/2012)"

Hér á Kanaríeyjum sem HANNE CATHARINA



                                                                                                                             © óli ragg
Hér á ókunnum stað sem HANNE CATHARINA


                                                                                                                     © Rick Cox
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere