01.03.2014 20:55
Góður vinur
Í gær hringdi í mig gamall og góður vinur Páll Árnason sem býr í Svíþjóð. Þá rifjuðust upp fyrir mér skipin sem ég vissi að hann hefði stjórnað m.a og sem ég mundi eftir, en þau voru mikið fleiri
© Phil English
Skipið var smíðað hjá Neptun VEB í Rostock (þv Austur Þýskalandi) 1974 sem
BRUNLA Fáninn var: norskur Það mældist: 5944.0 ts, 7900.0 dwt Loa: 121.40. m, brd 17.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1984 WARDA - 1991 YUAN MING Nafn sem það bar síðast undir kínverskum fána En þetta segja mín gögn um skipin No Longer updated by (LRF) IHSF(since 18/06/2012)
Næsta skip, en þar var ég stm hjá Páli hét ZAFIRO
© Brian Fisher
Skipið var smíðað hjá Duro Felguera í Gijon Spáni 1983 sem ZAFIRO Fáninn var:spænskur. Það mældist: 3997.0 ts, 7114.0 dwt Loa: 104.10. m, brd 95.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1991 ZAFIRO XI - 1991 ZAFIRO - 1998 ZAFIR Nafn sem það bar síðast undir fána Portúgal En skipið lenti í árekstri þ 13-02-2000 á 38°34´0 N og 016° 42´0 A og sökk
Palli hætti með skipið að mig minnir 1993 og fór þá strax til Möltu til að fylgast með smíði nýs tankskips STAVTANK fyrir þá sem áttu ZAFIRO En það var útgerð í Stavanger
Hér sem STAVTANK
© Andreas Spörr
Skipið var smíðað hjá Malta SB í Marsa, Möltu 1995 sem: STAVTANK Fáninn var:norskur Það mældist: 5378.0 ts, 8491.0 dwt. Loa: 115.10. m, brd 18.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2006 BETTY THERESA - 2009 ENERGIZER Nafn sem það ber í dag undir fána Panama
Hér sem ENERGIZER
© Rick Vince (patalavaca)
Þetta voru bara þau skip sem ég man eftir og vissi deili á sem Páll stjórnaði