24.03.2014 21:27

KLÓ

Þó að hér á síðunni eigi helst að fjalla um "fragtskip" þá ætla ég að gera smá undantekningu nú. Það er alltaf fagnaðar efni þegar "nýtt" skip kemur í bæinn. Þótt smálesta fjöldi flotans í bænum bifist lítið upp við það. Eigandinn Georg Eiður Arnarsson er einn af dugmestu "trilluköllum" bæjarins Ekki á hann langt að sækja dugnaðinn því hann er dóttursonur Júlla frá Skjaldbreið. Júlíusar Sigurðssonar sem var elstur þeirra þriggja Skjaldbreiðarbræðra sem voru þekktir og fengsælir fiskiskipstjórar hér í Eyjum á árum áður Georg hefur undanfarin ár róið á bát sínum Blíðu og gert það skínandi gott eins og sagt er. En svo hrundi vélin í vetur svo hann réðist í þessi skifti Fragtskip.123.is óskar Georg til hamingu með nýja bátinn og megi allt ganga honum í haginn með hann

KLÓ heitir báturinn nú en hann fær nú sennilega nafnið BLÍÐA bráðlega

                                                                                                               © óli ragg

Svo höfum við það eins og með fragtdallana:

Skipið var smíðað hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði Ísland 1990 sem: KLÓ  Fáninn var: íslenskur Það mældist: 6.88 ts, 10.41 dwt. Loa: 10.81. m, brd 3.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami.Vélaraflið ætti að var nægilegt því í bátnum er 2 Gummingasvélar og munu hestöflin vera 401.47. Gaman að þessu




                                                                                                         © óli ragg
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere