08.04.2014 10:15
FOLDIN og LINGESTROOM
FOLDIN
Úr mínum fórum © ókunnur
Foldin var smíðuð fyrir skipafélagið Fold í Reykjavík hjá Kalmar Varv í Kalmar í
Svíþjóð 1947 (tilbúið í nóv) sem FOLDIN. Það mældist 621.0 ts ??? dwt.
Loa: 51.81 ,m brd: 8,80 m. Jöklar h/f í Reykjavík kaupa skipið 1952 og
fær það nafnið Drangajökull. Skipið fórst 1,5 sml NNW af Stroma í
Pentland Firth
28-06-1960. Mannbjörg varð. Og ég held að minnið sé ekki að klikka
þegar ég held að messastrákurinn hafi heitið Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson
og var einusinni í borgarstjóri í Reykjavík Mér
fannst alltaf Foldin/ Drangajökull með fallegri skipum í flotanum
Úr mínu safni © ókunnur
LINGESTROOM
© Peter William Robinson
Skipið var smíðað hjá Goole SB í Goole Bretlandi 1947 sem:LINGESTROOM Fáninn var:hollenskur Það mældist: 748.0 ts, 1272.0 dwt. Loa: 71.40. m, brd 10.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1965 NISSOS MYKONOS - 1969 MATA - 1971 TREMCO UNITY - 1972 AGIOS FANOURIOS II Nafn sem það bar síðast undir grískum fána En skipið var rifið í Grikklandi 1970
Hér sem NISSOS MYKONOS © Peter William Robinson