10.04.2014 16:01
Bjart yfir
Það var bjart yfir íslenskum sjómönnum á árunum strax eftir WW2. hvort sem um var að ræða far eða fiskimenn Eftir erfið og mannskæð ár á Atlantshafinu í stríðinu sjálfu. Ný og glæsileg far og fiskiskip "streymdu" til landsins. Þar við sögu kom t.d Skipaútgerð Ríkissins Hér skal fjallað um fyrstu nýsmíðina sem útgerðin fékk
HERÐUBREIÐ í smíðum

Mynd frá Ríkisskip © óþekktur
Svona leit forsíða Tímans 30 des 1947

Og í greininni segir m.a "Skip þetta er smíðað hjá skipasmíðastöð George Brown í Greenock í Skotlandi. Kostar það um 1,7 milljónir króna. Það er 361 stærðarsmálestir og nettó 215, og er 140 fet á lengd, 24,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Lestirnar eru unv 15 þúsund teningsfet, þar af rúm 4 þúsund teningsfet frystirúm. Skipið hefir hvilur handa 12 farþegum í 3 herbergjum, auk þess setsal handa farþegum. Tvær lestirj eru í skipinu, önnur frystilest, og tvær bómur og tvær vindur við hverja lest, þar af ein bóma, sem getur lyft 10 smálesta þunga. Auk þess er hraðvirk akkerisvinda og ein vinda aftur á til hjálpar við að binda skipið við bryggjur.
HERÐUBREIÐ á útleið frá Eyjum

© Tryggvi Sigurðsson
Allar mannaíbúðir og sömuleiðis farþegaherbergi eru aftur i skipinu. Þiljur í setsal eru úr rauðaviö. Skipið hefir 650 ha. aðalvél, auk þess tvær hjálparvélar, tvær frystivélar og yfirleitt öll nýjustu tæki, sem tilheyra nýtísku vélaútbúnaði. Ennfremur eru í skipinu sjálfritandi dýptarmælir, sjálfritandi hraöamælir og talstöð. Tvöfaldur botn er undir öilu skipínu, og á milli botnanna eru hylki, sem eru ætluð til að flytja í oliu. Ennfremur eru gildir listar utan á skipshliðunum til þess að hlífa skipinu, þó að það liggi við bryggju í öldugangi. Ganghraði skipsins á reynsluferð var 11.2 mílur á
kl.stund, og var þó hálfhlaðið.
HERÐUBREIÐ við Vestmannaeyjar

Úr safni Tryggva Sig
Forstjóri Skipaútgerðar Ríkisins hefir ráðið gerð skipsins og fyrirkomulagi öllu og notið þar aðstoðar skipakoðunarstjóra, Ólafs Sveinssonar, og Páls Pálssonar skipasmiðs í Landssmiðjunni.
Guðmundur Guðjónsson "stýrði" skipinu til landsins í fyrsta skifti

Svo tók Grímur Þorkelsson við skipstjórninni

Og Ólafur Sigurðsson var yfirvélstjóri

Eftirlit með smíði skipanna í Skotlandi hafa þeir haft Guðmundur Guðjónsson skipstjóri og Kristján Sigurjónsson vélstjóri. Skipinu sigldu hingað Guðmundur Guðjónsson og Ólafur Sigurðsson 1. vélstjóri. Nú tekur við skipstjórn á Herðubreið Grímur Þorkelsson, en Guðmundur Guðjónsson tekur við skipstjóm á Skjaldbreið" Tilvitnun lýkur
Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem Herðubreið Fáninn var íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978
HERÐUBREIÐ í smíðum
Mynd frá Ríkisskip © óþekktur
Svona leit forsíða Tímans 30 des 1947
Og í greininni segir m.a "Skip þetta er smíðað hjá skipasmíðastöð George Brown í Greenock í Skotlandi. Kostar það um 1,7 milljónir króna. Það er 361 stærðarsmálestir og nettó 215, og er 140 fet á lengd, 24,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Lestirnar eru unv 15 þúsund teningsfet, þar af rúm 4 þúsund teningsfet frystirúm. Skipið hefir hvilur handa 12 farþegum í 3 herbergjum, auk þess setsal handa farþegum. Tvær lestirj eru í skipinu, önnur frystilest, og tvær bómur og tvær vindur við hverja lest, þar af ein bóma, sem getur lyft 10 smálesta þunga. Auk þess er hraðvirk akkerisvinda og ein vinda aftur á til hjálpar við að binda skipið við bryggjur.
HERÐUBREIÐ á útleið frá Eyjum
Allar mannaíbúðir og sömuleiðis farþegaherbergi eru aftur i skipinu. Þiljur í setsal eru úr rauðaviö. Skipið hefir 650 ha. aðalvél, auk þess tvær hjálparvélar, tvær frystivélar og yfirleitt öll nýjustu tæki, sem tilheyra nýtísku vélaútbúnaði. Ennfremur eru í skipinu sjálfritandi dýptarmælir, sjálfritandi hraöamælir og talstöð. Tvöfaldur botn er undir öilu skipínu, og á milli botnanna eru hylki, sem eru ætluð til að flytja í oliu. Ennfremur eru gildir listar utan á skipshliðunum til þess að hlífa skipinu, þó að það liggi við bryggju í öldugangi. Ganghraði skipsins á reynsluferð var 11.2 mílur á
kl.stund, og var þó hálfhlaðið.
HERÐUBREIÐ við Vestmannaeyjar
Úr safni Tryggva Sig
Forstjóri Skipaútgerðar Ríkisins hefir ráðið gerð skipsins og fyrirkomulagi öllu og notið þar aðstoðar skipakoðunarstjóra, Ólafs Sveinssonar, og Páls Pálssonar skipasmiðs í Landssmiðjunni.
Guðmundur Guðjónsson "stýrði" skipinu til landsins í fyrsta skifti
Svo tók Grímur Þorkelsson við skipstjórninni
Og Ólafur Sigurðsson var yfirvélstjóri
Eftirlit með smíði skipanna í Skotlandi hafa þeir haft Guðmundur Guðjónsson skipstjóri og Kristján Sigurjónsson vélstjóri. Skipinu sigldu hingað Guðmundur Guðjónsson og Ólafur Sigurðsson 1. vélstjóri. Nú tekur við skipstjórn á Herðubreið Grímur Þorkelsson, en Guðmundur Guðjónsson tekur við skipstjóm á Skjaldbreið" Tilvitnun lýkur
Skipið var sem fyrr sagði smíðað hjá George Brown & Co í Greenock Skotlandi 1947 sem Herðubreið Fáninn var íslenskur Það mældist: 366.0 ts, 350.0 dwt. Loa: 45.30. m, brd: 7.60. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1971 fékk það nafnið ELEONORE I Nafn sem það bar síðast undir Panama fána En skipið var rifið í Alsír 1978
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5385
Gestir í dag: 180
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195478
Samtals gestir: 8324
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:10:51