11.04.2014 15:00

Súðin

1930 keypti Skipaútgerð Ríkisins sitt annað skip Því var gefið nafnið SÚÐIN En þetta  skip átti drjúgan þátt í að koma þessari þjóð á lappirnar á sínum tíma og sinnti hinum ólíklegustu verkefnum. Allt frá flutningum á sýslumönnum og öðrum stórmennum milli hafna hértlendis til fiskflutninga til Englands og þorskveiða við Grænland

SÚÐIN


                                                                                                                 Úr safni Guðlaugs Gíslaonar

Skipið var smíðað hjá Neptun AG Rostock Þýskalandi 1895 sem GOTHA fyrir sænska aðila (H. Sternhagen) Skipið mældist 756.0 ts 600.0 dwt.  Loa: 56.80 m brd: 1927 kaupir Rederiet A/B Svenska Lloyd skipið og skírir Cambria 1930 kaupir Ríkissjóður íslands fyrir Skipaútgerð Ríkisins skipið og gefur því nafnið SÚÐIN.

Ingvar Kjaran var fyrsti skipstjóri á SÚÐINNI hérlendis



Með Júíus Ólafsson sem yfirvélstjóra



SÚÐIN


                                                                                   Úr mínum fórum © ókunnur

Það er svo í eigu þeirrar útgerðar til 1949 að Útvegur h/f kaupir skipið og notar það við  Grænland sem móðurskip fyrir nokrar trillur og smærri vélbáta. Skipið var þá skráð fiskiskip og fékk einkennisstafina RE 210. 1952  kaupir Kjartan Guðmundsson það og sendir það til Ceylon þar sem skipið var selt til Hong Kong En þar er það "talið" rifið 1952. En sögur gengu um að skipið hefði sigt á fljótunum í Kína mörg ár eftir það

SÚÐIN


                                                                         Úr mínum fórum © ókunnur




                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur




                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur

SÚÐIN er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess mætti skrifa heila bók. En minningu þessara skipa og mannana sem sigldu þeim á að halda í heiðri.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere