14.05.2014 16:48

Goðafoss III

Ég hef oft velt fyrir mér tryggð Eimskipafélagsmanna við GOÐAFOSS nafnið Þau voru sorgleg endalok tveggja fyrsu skipanna með þessu nafni. Nú ekki létu E.Í menn þetta hafa áhrif á si. Fyrsta mótorskipið sem þeir eignast fær nafnið þegar það var sjósett 2 nób 1947

Svona sagði Morgunblaðið frá komu skipsins 24 mars 1948



GOÐAFOSS III var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1948 fyrir Eimskipafélag Íslands Skipið mældist 2905.0 ts 2675 dwt.Loa: 94.70.m brd: 14.10.m Skipið var selt grískum aðilum 1968 og skírt ARIMATHIAN og 1970 fær það nafnið KRIOS. Það sekkur 24-01-1971 á 02°17´N og 029°55´W. Skipið var þá á leið frá Montevideo til Pireus með bæði frosið kjöt og lifandi sauðfé


                                                                                            Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Og það blés ekki byrlega fyrir þessu nýja skipi þ 26 mars 1950 lendir það í árekstri á Elbunni Þá á leið frá Hamborg til Gdynia Þoku var um kennt Svona segir Alþýðublaðið frá atburðinum þ 29 mars 1950



Og svona leit stefnið á skipinu út eftir áreksturinn



                                                        Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Systurskip ALGOMQUIN VITORY skipsins sem GOÐAFOSS rakst á


                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktu

Svo leið rúmt ár þá lendir skipið aftur í árekstri á Elbunni nú við dýpkunnar skipið,LADENSAND. Skeði það rétt undan Glückstadt.Slapp GOÐAFOSS lítið skemmdur frá þessu en LADENSAND mun hafa skemmst mikið GOÐAFOSS var á leið frá Hamborg til Antverpen Ástæða þessa áreksturs mun hafa verið að sjálfstýringunni mun hafa verið"kúplað" inn án þess að rétt stefna hafði verið stillt inn

GOÐAFOSS

                                                                             Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Þ 15 febr 1957 er skipið statt á Húsavík þegar skellur á óveður Það slitnar frá bryggju og á leiðinni út úr höfninni tekur það niðri og stórskemmir botnin. Gert var við skipið til bráðabirða á Akureyri en til fullnustu í Kaupmannahöfn

Við lestun á frosnum fiski í Eyjum.


                                                                                                                     © tryggvi Sig
Þ 24 febrúar 1961 hlekkist svo skipinu á í Ólafsfirði. Þangað var það að koma til að lesta skreið og fiskimjöl. Var skipstjóra farið að leiðast eftir leiðsögumanninum, en þegar hann sá, að hann var kominn heldur nærri grynningunum vestan við höfnina, bakkaði hann út á fjörðinn aftur og ætlaði að taka stóra beygju frá og
fara lengra út á fjörðinn. Norðnorðaustan strckkingsgola var á, en kvikulaust er þetta gerðist. Er skipstjórinn var að ná beygjunni, hrakti golan skipið upp í sandinn og festist það þar strax í morgun rétt vestan við vestari hafnargarðinn Togarnir STLÉTTBAKUR og HARÐBAKUR drógu svo skipið út lítið eða ekkert skemmt

Hér í New York


                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér fastur í ís í Finnska Flóanum


                                                                                          Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196715
Samtals gestir: 8489
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:00:03
clockhere