27.05.2014 19:29

Hansa

Ég las í fréttablaðinu í dag um hugsanleg kaup á "hótelskipi" Sem staðsett yrði í Hafnarfirði. Mér finnst þetta persónulega frábær hugmynd. Sumir eldri borgar muna kannske kvikmyndina "Barnacle Bill" þar sem snillingurinn Alec Guinness leikurCaptain William Horatio Ambrose. Enskan sjóveikan sjóliðsforinga (sem komin var af sjóhetjum langt fram í ættum) sem ekki mátti sjá bárufald án þess að kasta upp. Ambrose kaupir skemmtibryggu eins og er/var t.d í Brighton og fleiri borgum á S-Englandi. Hann útbýr bryggjuna eins og skemmtiferðaskip og seldi sjóveiku fólki (sem ekki gat notað sér þægindi skemmtiferðaskipanna) aðgang. Þetta gæti virkað vel í Hafnarfjarðarskipinu. Þarna gætu t.d sjóveikir já eða sjóhræddiir landar með imyndunnaraflið í lagi upplifað "skemmtiferðaskipastemminguna"

HANSA skipið sem um ræðir


 


Hér má lesa meira um skipið


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 348
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 252978
Samtals gestir: 10829
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 09:16:48
clockhere