30.05.2014 15:55

Jafnaldrar

Það er búið að "útrýma" íslenska fánanum úr skut kaupskipa í íslenskri eigu og íslensk tunga á í vök að verjast vegna "talandi tölvna" sem eru á næstu, grösum. Og ef maður talar/skrifar um hollustu við föðurlandið þá fær maður á sig óþverrastimipil.Sama er mér. Mér þykir vænt um fánan okkar og tungumál. Og sjá sumt af þessu fólki sem notar þenna stimpil svo vera að skreyta sig með einhverjum "þjóðbúningum" á tyllidögum finnst mér toppurinn á tvískinnungnum sem oft litar þessa umræðu. Og að eitt af skipafélögum landsins sem "þóttist" um daginn vera hundrað ára skuli fagna sjötíu ára Lýðveldisafmælinu með því að setja einhvert Carabbien flagg í skut nýs skips sem þeir eru að fá hrein móðgun við fólkið í landinu.Við erum að árum jafngamlir Sjómannadagurinn og ég. Þótt ég sé um tveimur mánuðum seinna í árinu.

Súðin aldursforseti kaupskipaflotans 1944 smíðuð 1895


                                                                                   úr mínum fórum © ókunnur

Árið sem við urðum sex ára eða á Sjómannadaginn 1944 sagði þ.v ríkisstjóri Sveinn Björnsson
m.a í ræðu "Viti er öryggismerki, sem mönnum þykir vænt um.En við eigum einnig annað merki, sem er hvorttveggja í senn, öryggismerki og einingarmerki þjóðarinnar. Það er fáninn. Þótt okkur eigi öllum að þykja vænt um þetta tákn einnar og sameinaðrar þjóðar, þá eiga sjómennirnir hér nokkra sérstöðu. Það fellur í þeirra hlut að "sýna fánann" á höfunum og í erlendum höfnum.

Næst elsta skipið í kaupskipaflotanum 1944 var SÆELL smíðað 1896

                                                                           © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Þess vegna er okkur svo mikils virði að vita það að við eigum sjómannastétt, sem er þess megnug að "sýna fánann" á þann hátt að jafnan megi segja um skip sem sigla undir fánanum okkar: "Þetta skip og áhöfn þess er íslenskt.Þess vegna má treysta hvorutveggja". Ég hygg, að því ljósari, sem menn gera sér þessa staðreynd, því vænna muni sjómönnunum þykja um fánann, vegna þeirrar ábyrgðar, sem þeim er falin, að halda upp heiðri þessa þjóðartákns okkar, hvar sem íslenzkt far er á ferðinni. Þess vegna á sérstaklega vel við að minnast fánans og sýna
honum virðingu okkar við þetta tækifæri".



Síðan var það svo HERMÓÐUR I smíðaður 1897

                                                                                             Úr mínum fórum © ókunnu


Brynjólfur Jónssons sagði í Fánaræða í kvöldhófi sjómannadagsins 1944 m.a:
"Hver einasta sjálfstæð menningarþjóð virðir fána sinn framar öllum öðrum þjóðlegum verðmætum. Engin þjóðarbarátta er háð, án þess að fáninn sé þar í fremstu víglínu. Enginn þjóðarsigur er unninn, án þess að fánar séu dregnir að hún. Engra sögulegra viðburða er minnst, án þess að flaggstengur séu fánum skreyttar. Enginn staður eða mannvirki er vígt, án þess að fánar blakti þar yfir. Ekkert skip siglir svo um höfin, að það beri ekki merki þjóðar sinnar. Engin þjóðarsorg skeður,svo að ekki séu fánar dregnir í hálfa stöng. Fáninn er merki gleði og hryggðar, tákn sjálfstæðis, menningar og frelsis. Um síðustu aldamót (1899-1900) fóru að heyrast raddir meðal íslensku þjóðarinnar, sem eigi voru áður kunnar, þótt þær að vísu væru skildgetið afkvæmi þeirrar frelsisbaráttu, er hafin var af Jóni Sigurðssyni og fjölnismönnum.

Yngsta skipið 1944 var svo Esja II


                                                                 
                     © Tryggvi Sig


Skáldin kveða kraft og líf í þjóðina með ástþrungnum ættjarðarljóðum. Hinn víðsýni hugsjónamaður, Einar Benediktsson skáld, kemur fram með fánahugmyndina. Með hinu fagra kvæði sínu: "Rís þú, unga íslandsmerki!" hvetur hann íslendinga til baráttu fyrir þjóðarfána, og hreif hann æskumennina, ungmennafélögin og unga menntamenn, svo að þeir gerðust framherjar í þeirri þjóðræknisbaráttu, sem hér var hafin. Því miður verður ekki sagt, að fánamálið hafi átt óskiptan hug þjóðarinnar, þótt svo færi að lokum,að gifta hennar og gott málefni bæri sigur úr bítum, er meirihluti þjóðarinnar sameinaðist um blá-hvíta fánann, tákn himins og hrímþaktra jökla. Þessi fáni fékkst þó ekki viðurkenndur utan íslenzkrar landhelgi. Hlutur sjómannsins var ókominn.

Næst yngsta skipið 1944 var Dettifoss I smíðaður 1930

                                                                                                 Úr mínum fórum © ókunnur


                                                                                                                                                                             
Hann varð ennþá um stund að sigla undir "dönsku flaggi Þótt nokkur hluti þjóðarinnar yrði afskiptur þeirri ánægju, sem frjáls og fagur fáni hlýtur að veita þeim, er með hann fara, þá verður þó aldrei fullþakkaður sá mikli skerfur, sem brautryðjendur fánamálsins lögðu til frelsisbaráttu Islendinga, þar sem hér var fenginn gunnfáni fyrir þeirri baráttu, fáni, sem minnti þjóðina á það markmið, er sett skyldi, og dreginn var að hún daglega, þar til fullur sigur vannst, er þríliti fáninn var lögfestur sem þjóðarfáni árið 1918. Það ár markar tímamót í sögu landsins. Með breyttu stjórnskipulagi og viðurkenningu þjóðfánans skapast nýtt athafnalíf í atvinnu og samgöngumálum.Kaupskipunum fjölgaðí og siglingar frá og til landsins jukust að miklum mun.

Svo var BRÚARFOSS smíðaður 1927
 


                                                                                                   © photoship
Hin dugmikla sjómannastétt sótti ótrauð og ötul fram undir hinu unga íslandsmerki og hóf það til vegs og virðingar meðal erlendra þjóða" Svo mörg voru orð Brynjólfs á Sjómannadaginn 1944 Nú virðist öllum nákvæmlega sama hvaða drusla er á flaggstöngum í skut skipa í íslenskri eigu. Því miður
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere