17.06.2014 11:43
Hið unga Ísland
Lýðveldið er sjötíu ára í dag. 17 júni 1944 lág þung vá yfir íslenskum sjómönnum. Orustan á N-Atlantshafi í algeymi. Sjómenn voru hvergi óhultir. Jafnvel minnstu bátar skotnir niður En sjötíu árum síðar liggur þung vá aftur yfir þeim. Þeirri starfstétt sem háði hvað stærstu baráttuna í fg hildarleiknum var af skammsýnum mönnum hreinlega eytt. Lítum á auglýsingu frá Eimskipafélagi Íslands í júni 1944

Á Lýðveldisári kvað Þorvaldur Þorsteinsson þetta k-ljóð m.a
.
Nú fagnar öll þjóðin frelsinu aftur,
á fagurri ey býr hinn fornhelgi kraftur.
Bláhvítur fáni, með bjarma af eldi,
boðar þér frelsi, mín ástkæra þjóð.
Hvítjöklatindar rísa úr hafblámans veldi,
hátign þín, Island, og eldf jallaglóð.
Sundin þín bláu í sólskini ljóma
Fáninn vor fagri, sem frelsið oss boðar,
"Fjallkonu"-vanga með ársól nú roðar.
Land vort nú lítum og lofum, af hjarta
litklæði fögur og hátignarbrag.
"Fögur er hlíðin", með brosinu bjarta,
börn þín þig blessa, hvern komandi dag,
land, sem að ljómar við blikandi haf,
það land, sem að guð oss til blessunar gaf.
Ástkæra Ísland, þig elskar öll þjóðin,
og þér eru helguð öll dýrustu ljóðin
Ísland er fagurt, sem fyrr á öldum,
er frægustu hetjurnar litu þess grund,
þó vegur þess minkaði af válegum völdum,
og vofeifleg örlög þess biðu um stund,
er "feðranna frægð ekki fallin í dá",
meðan frelsi er fagnað í sveit og við sjá.
Nóttin er liðin, nú dagur ljómar,
um landið vor þjóðfrelsissöngur því hljómar.

Þarna hafa menn skilning á að skip sem þjónustuðu landið væru í eigu landsmanna sjálfra. Er það svo í dag?? Ekkert "overseagoing" skip undir íslenskum fána. Þó eignarhald sé að einhverju leiti íslenskt. Langstærsti hluti af þeim skipum sem þjónusta landið eru erlend með erlendum áhöfnum. Ég veit að ég er ekki háttskrifaður með þessum skrifum mínum En mikið væri samt gaman að einhver sem veit ástæðuna fyrir þessari "útflöggun" sem viðgengst á íslandseigðum skipum segði frá henni. Það virðist enginn vita það eða það virðist engin hafa áhuga á að vita það. Há stimpilgjöld voru einusinni nefnd. En mér skilst að búið sé að afnema þau. Hvaða háu gjöld gjöld eru það sem íþynga þá útgerðunum ?? Brjóti nú einhver odd af oflæti sínu og segi frá því Svona í tilegfni dagsins
Á Lýðveldisári kvað Þorvaldur Þorsteinsson þetta k-ljóð m.a
.
Nú fagnar öll þjóðin frelsinu aftur,
á fagurri ey býr hinn fornhelgi kraftur.
Bláhvítur fáni, með bjarma af eldi,
boðar þér frelsi, mín ástkæra þjóð.
Hvítjöklatindar rísa úr hafblámans veldi,
hátign þín, Island, og eldf jallaglóð.
Sundin þín bláu í sólskini ljóma
Fáninn vor fagri, sem frelsið oss boðar,
"Fjallkonu"-vanga með ársól nú roðar.
Land vort nú lítum og lofum, af hjarta
litklæði fögur og hátignarbrag.
"Fögur er hlíðin", með brosinu bjarta,
börn þín þig blessa, hvern komandi dag,
land, sem að ljómar við blikandi haf,
það land, sem að guð oss til blessunar gaf.
Ástkæra Ísland, þig elskar öll þjóðin,
og þér eru helguð öll dýrustu ljóðin
Ísland er fagurt, sem fyrr á öldum,
er frægustu hetjurnar litu þess grund,
þó vegur þess minkaði af válegum völdum,
og vofeifleg örlög þess biðu um stund,
er "feðranna frægð ekki fallin í dá",
meðan frelsi er fagnað í sveit og við sjá.
Nóttin er liðin, nú dagur ljómar,
um landið vor þjóðfrelsissöngur því hljómar.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5483
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195576
Samtals gestir: 8335
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:33:30