01.07.2014 15:58
Reykjafoss II

Hér er hann að yfirgefa Eyjar
© Tryggvi Sigurðsson
Reykjafoss II er smíðaður hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 fyrir Acehile Lauro Napólí.Skipið sem hlaut nafnið Gemito mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70.M.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1951 og skírir Reykjafoss Þeir selja svo skipið 1965 til Dorikat Special Sg Co Ltd Píraeus sem skíra það Greta.1969 er skipið selt innanlands til Keanav Sg Co Piraeus og skírt Annoula.Sem svo aftur selur það 1973 til Stazomar Sg Co Ltd Limasol Cypur. Og fær nafnið Anna.Skipið er svo rifið í Bombay(Mubai)1981
Fyrsti íslenski skipstjórinn á REYKJAFOSSI II var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)
Með Ágúst Jónsson (1901-1976) sem yfirvélstjóra
Það var skemmtileg tilviljun að yfirstýrimaður Reykjafoss II var Eyjólfur Þorvaldsson sem svo sótt næsta nýja skip Eimskipafélagsins sem skipstjóri. Þ.e.a.s nýsmíðina TUNGUFOSS tveimur árum seinna.
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
@ PWR
Endalokin sem Reykjafoss
Þarna sést að síðasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Haraldur Jenssonn faðir hins góða drengs Guðmundar sem er nú að taka við nýjasta skipi Eimskip
Haraldur Jensson skipstjóri (1923-2003)
Hér heitir skipið Greta
© T.Diedrich