04.07.2014 11:14

Selfoss II

Nú er bara að koma sér af betri fætinum og halda sér hérlendis Og skrifa um falleg íslensk fv skip Mér hefur alltaf þótt þeir "bræður" SELFOSS II og BRÚARFOSS II verið fallegustu skipin í Íslenska kaupskipaflotanum sáluga.Einhvern veginn fannst mér SKÓGAFOSS og  REYKJAFOSS ekki ná þeim hæðum sem þessi skip voru í Skrokkar þeirra fyrrnefnu þótti mér fallegir en mér fannst þeir ekki bera yfirbyggingarnar ein vel og hinir. Fannst þær ekki.fara skipunum vel. Vera svona hálf kollóttar

Baksíða Moggans 29 nóv 1958


SELFOSS II

                                                                      Úr safni Heiðars Kristins © ókunnur

Skipið var smíðað hjá  Aalborg Vaerft í  Aalborg Danmörk 1958 sem:SELFOSS  Fáninn var:íslenskur Það mældist: 2339.0 ts, 3460.0 dwt. Loa: 102.30. m, brd 15.80. m Skipið  gekk aðeins undir tveimur nöfnum. En það skemmtilega við það, var að skipið hélt fjórum af sjö stöfum úr fyrra nafni sínu en 1982 fékk það nafnið ELFO  undir því nafni gekk skipið uns það var rifið í Pakistan 1985

Skipinu stjórnaði í fyrstu Jónas Böðvarsson (1900-1988) skipstjóri



Með Jón Aðalstein Sveinsson (1894-1958) sem yfirvélstjóra



Svo endaði skipið hérlendis 16 júní 1982




SELFOSS II



                                                                                                   © Lars Brunkman


                                                                                                                © PWR
    



     


                                                                           @ Anna Kristjáns

Og til að vera óheyrilega skáldlegur má benda á sömu samtöluna út úr ártölunum sem skipið var byggt og rifið eða 23 Þarna bara víxluðust bara 5 og 8

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5385
Gestir í dag: 180
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195478
Samtals gestir: 8324
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:10:51
clockhere