17.07.2014 21:31
Bjössi"bátur"
Síðasliðinn sunnudag eða þ 13 júlí voru 100
ár frá fæðingu föðurbróðir míns Björns Ásmundssonar Eða "Bjössa báts"
eins og hann var stundum kallaður En pabbi og hann voru hálfbræður af
föðurnum Bjössi og Eimskipafélagið voru jafngömul þótt hann væri seinna í
árinu Hann lést af völdum slyss 14 ágúst 1974 Mig langar að birta
glefsur úr minningargreinum um hann inn á milli myndanna
Björn Ásmundsson

Bjössi byrjaði ungur sjómennsku fyrst á ELDBORG MB 3 siðan á LAXFOSSI (flóabátnum), Síðan lá leið hans til Eimskipafélags Íslands kring um 1945.Mig minnir að fyrsta skip hans þar hafi verið FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
Svona skrifar Björn Pálsson um vinn sinn
"Þegar vinir Björns Ásmundssonar rifja upp lífsferil hans streyma fram margar góðar minningar um góðan og hjartahreinan dreng, sem varðveitti sitt barnslega
hugarfar æviskeið sitt á enda. Einn af þessum mönnum, er ætla öðrum mönnum aldrei nema gott, og minnist ég þess aldrei í öll þau ár, er við þekktumst, að hann hallaði á nokkurn mann".
Síðan var það BRÚARFOSS I

© photoship
Og Skjöldur Þorgrímsson skrifaði m.a;" Ég hef oft verið að hugleiða, hvort félög sem Eimskip væru eins vel á veg kominir ef ekki hefðu valist svo góðir menn á öllum vettvangi félagsins, svo sem bátsmenn er stjórna þeirri vinnu, sem framkvæmd er um borð undir eftirliti stýrimanna og skipstjóra".
Svo var það LAGARFOSS II
© söhistoriska museum.se
Og Skjöldur skrifaði áfram "Ég vitna í félaga okkar þegar hann vildi fá staðfestingu á orðum sínum, þá sagði hann: "Eins og Bjössi veit." Eins vitum við, sem þekktum hann, að minning um góðan dreng geymist".
Síðast var það svo LJÓSAFOSS I

@Jan Harteveld
Á milli LAGARFOSS II og GULLFOSS II var að mig minnir DETTIFOSS II (gæti hafa verið GOÐAFOSS III er ekki viss) en á honum komst Bjössi bara til Vestmannaeyja en þar um borð slasaðist hann og bar þess ekki bætur síðan Bjössa þótt gott að fá sér í "tána" Og lágu leiðir okkar stundum saman í því áhugamáli. Stundum kom það fyrir að ég laumaði einni og einni flösku í land af skipum En bara einusinni um borð í skip Það var fyrir Bjössa frænda sem þá var á LJÓSAFOSSI I og þeir voru að lesta hér í Eyjum. Eitthvað stóð ílla á fyrir vininum og skrapp ég í "Ríkið" fyrir hann með þeim ummæalum að láta ekkert bera á fengnum þaðan Blessuð sé minning Bjössa frænda
Björn Ásmundsson
Bjössi byrjaði ungur sjómennsku fyrst á ELDBORG MB 3 siðan á LAXFOSSI (flóabátnum), Síðan lá leið hans til Eimskipafélags Íslands kring um 1945.Mig minnir að fyrsta skip hans þar hafi verið FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
Svona skrifar Björn Pálsson um vinn sinn
"Þegar vinir Björns Ásmundssonar rifja upp lífsferil hans streyma fram margar góðar minningar um góðan og hjartahreinan dreng, sem varðveitti sitt barnslega
hugarfar æviskeið sitt á enda. Einn af þessum mönnum, er ætla öðrum mönnum aldrei nema gott, og minnist ég þess aldrei í öll þau ár, er við þekktumst, að hann hallaði á nokkurn mann".
Síðan var það BRÚARFOSS I

© photoship
Og Skjöldur Þorgrímsson skrifaði m.a;" Ég hef oft verið að hugleiða, hvort félög sem Eimskip væru eins vel á veg kominir ef ekki hefðu valist svo góðir menn á öllum vettvangi félagsins, svo sem bátsmenn er stjórna þeirri vinnu, sem framkvæmd er um borð undir eftirliti stýrimanna og skipstjóra".
Svo var það LAGARFOSS II
© photoship
Og Skjöldur skrifaði áfram:"Er
Eimskip var að semja um kaup á Selfoss og þeim skipum var haldin veisla
mikil um borð I m/s Lagarfossi í New York fyrir framámenn þar í sambandi
við lán. Þeir skoðuðu m/s Lagarfoss hátt og lágt, og sögðu á eftir, að
það væri óhætt að lána félagi, sem hugsaði svona vel um skip sín. Enda
var skipið fágað frá masturstoppi og niður að sjólínu og átti Bjössi
heitinn ekki minnstan þátt í þvf hvað vel tókst til"
Og Skjöldur skrifaði áfram "Ég vitna í félaga okkar þegar hann vildi fá staðfestingu á orðum sínum, þá sagði hann: "Eins og Bjössi veit." Eins vitum við, sem þekktum hann, að minning um góðan dreng geymist".
Síðast var það svo LJÓSAFOSS I
@Jan Harteveld
Á milli LAGARFOSS II og GULLFOSS II var að mig minnir DETTIFOSS II (gæti hafa verið GOÐAFOSS III er ekki viss) en á honum komst Bjössi bara til Vestmannaeyja en þar um borð slasaðist hann og bar þess ekki bætur síðan Bjössa þótt gott að fá sér í "tána" Og lágu leiðir okkar stundum saman í því áhugamáli. Stundum kom það fyrir að ég laumaði einni og einni flösku í land af skipum En bara einusinni um borð í skip Það var fyrir Bjössa frænda sem þá var á LJÓSAFOSSI I og þeir voru að lesta hér í Eyjum. Eitthvað stóð ílla á fyrir vininum og skrapp ég í "Ríkið" fyrir hann með þeim ummæalum að láta ekkert bera á fengnum þaðan Blessuð sé minning Bjössa frænda
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5385
Gestir í dag: 180
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195478
Samtals gestir: 8324
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:10:51