24.07.2014 16:42
Björgunarafrek íslenskra sjómanna í WW2
Fyrsta heila
stríðsárið 1940 rann upp og Íslenskir sjómenn tóku strax þátt í
Orustunni á N-Atlandshafinu. Og í fyrstu sem bjargvættar erlendra
sjómanna. Var talið að þeir hafi bjargað eða veitt aðstoð 1112 erlendum
sjómönnum þetta ár. Ég hef sagt frá björgun Bahia Blanca í Jan 1940 Næst
er kannske happaför togarans ÓLA GARÐA Hinn 8. maí hjálpaði hann
þrímastraðri skonnortu TVEY SYSTKIN (seinna GRÓTTA IS) frá bryggjunni í
Hafnarfirði í vitlausu N.V.-veðri svo að skipið lá undir stórskemdum.
ÓLI GARÐA

Þá var haldið til Englands með aflann. 17 mílur vestur af Skerryorevitanum kom skipið að stórri tvegga hreyfla sprengjuflugvél (kafbátabana) á sjónum, ósjálfbjarga með öllu. Höfðu þeir skotið neyðarrakettum i fjóra klukkutíma án árangurs þar til Óla Garða bar að. Áhöfnin var 7 manns. Þeir festu nú í flugvélina og drógu hana til lands og þegar Óli Garða flaut ekki nær landi þá settu þeir út skipsbátinn og reru henni upp á um 2ja faðma dýpi og lögðu henni þar. Það var á vikinni við Tiree Island.
TVEY SYSTKIN
JARLINN. Honum var svo sökkt rúmu ári seinna Hér má lesa meir um þann atburð

En piltarnir á Óla Garða brugðu honum aftan í dallinn og sigldu með Jarlinn til Reykjavikur og skiluðu honum þar. Það var hinn 21. mai eða réttum 13 dögum eftir að farið var úr firðinum. Að þessu sinni var skipstjórinn ÓLA GARÐA Jón Stefánsson,(seinna skipstjóri á B/V Jóni Baldvinssyni) sem annars er stýrimaður á skipinu
Jón Hjörtur Stefánsson skipstjóri
Næst var það svo eitt stærsta björgunnarafrek sem íslendingar hafa unnið. Skeði þ 16 júní 1940. Þegar skipshöfnin á b/v SKALLAGRÍMI bjargaði 347 breskum sjóliðum úr einu og sama skipinu.Breska hjálparbeitiskipinu (an armed merchant cruiser) HMS ANDANIA Svona segist Guðmundi Sveinssyni skipstjóra SKALLAGÍMS m.a frá í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins þ 27 júní 1940: "Skallagrímur var staddur langt úti á hafi, er þeir fengu neyðarkall frá skipi, sem var statt í neyð. Þeir sneru við og héldu móti kallinu. Urðu þeir að stíma um 50 mílur til baka, er þeir. fundu skipið, sem í neyð var statt. Það var þá statt 80 sml S af Ingólfshöfða.Það var stórt breskt hjálparbeitiskip, sem skotið hafði verið, á tundurskeyti
Guðmundur Sveinsson skipstjóri

Skipið var að því i komið að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn, breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 347 talsins,teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir Hélt svo Skallagrímur áfram leiðar sinnar, með hina. bresku sjóliða.
b/v SKALLAGRÍMUR

En það voru mikil þrengsli um borð; einkum var það erfitt næstu nótt, því að þá var kominn stormur og sjór. Var ekkert það skjól til á skipinu, að þar væri ekki troðið inn mönnum. Jafnvel niðri í kolaboxum urðu menn að hafast við. En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana. Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" Þessi björgun, sem mun vera hin mesta, sem íslenskt skiphöfn hefir afrekað, tókst öll mjög giftusamlega.
ANDANIA
ANDANIA
ANDANIA
ÓLI GARÐA
Þá var haldið til Englands með aflann. 17 mílur vestur af Skerryorevitanum kom skipið að stórri tvegga hreyfla sprengjuflugvél (kafbátabana) á sjónum, ósjálfbjarga með öllu. Höfðu þeir skotið neyðarrakettum i fjóra klukkutíma án árangurs þar til Óla Garða bar að. Áhöfnin var 7 manns. Þeir festu nú í flugvélina og drógu hana til lands og þegar Óli Garða flaut ekki nær landi þá settu þeir út skipsbátinn og reru henni upp á um 2ja faðma dýpi og lögðu henni þar. Það var á vikinni við Tiree Island.
TVEY SYSTKIN
© Finn Bjørn Guttesen
JARLINN. Honum var svo sökkt rúmu ári seinna Hér má lesa meir um þann atburð
En piltarnir á Óla Garða brugðu honum aftan í dallinn og sigldu með Jarlinn til Reykjavikur og skiluðu honum þar. Það var hinn 21. mai eða réttum 13 dögum eftir að farið var úr firðinum. Að þessu sinni var skipstjórinn ÓLA GARÐA Jón Stefánsson,(seinna skipstjóri á B/V Jóni Baldvinssyni) sem annars er stýrimaður á skipinu
Jón Hjörtur Stefánsson skipstjóri
Næst var það svo eitt stærsta björgunnarafrek sem íslendingar hafa unnið. Skeði þ 16 júní 1940. Þegar skipshöfnin á b/v SKALLAGRÍMI bjargaði 347 breskum sjóliðum úr einu og sama skipinu.Breska hjálparbeitiskipinu (an armed merchant cruiser) HMS ANDANIA Svona segist Guðmundi Sveinssyni skipstjóra SKALLAGÍMS m.a frá í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins þ 27 júní 1940: "Skallagrímur var staddur langt úti á hafi, er þeir fengu neyðarkall frá skipi, sem var statt í neyð. Þeir sneru við og héldu móti kallinu. Urðu þeir að stíma um 50 mílur til baka, er þeir. fundu skipið, sem í neyð var statt. Það var þá statt 80 sml S af Ingólfshöfða.Það var stórt breskt hjálparbeitiskip, sem skotið hafði verið, á tundurskeyti
Guðmundur Sveinsson skipstjóri
Skipið var að því i komið að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn, breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 347 talsins,teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir Hélt svo Skallagrímur áfram leiðar sinnar, með hina. bresku sjóliða.
b/v SKALLAGRÍMUR

En það voru mikil þrengsli um borð; einkum var það erfitt næstu nótt, því að þá var kominn stormur og sjór. Var ekkert það skjól til á skipinu, að þar væri ekki troðið inn mönnum. Jafnvel niðri í kolaboxum urðu menn að hafast við. En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana. Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" Þessi björgun, sem mun vera hin mesta, sem íslenskt skiphöfn hefir afrekað, tókst öll mjög giftusamlega.
ANDANIA
© photoship
ANDANIA
© photoship
ANDANIA
© photoship
© photoship
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53