25.07.2014 13:55
ATHENIA.
Ösköpin á N-Atlantshafi í WW2 byrjuðu eiginlega með þessu skipi ATHENIA. Sem þjóðverjar sökktu strax í byrjun stríðsins þ.e.a.s þ 03-09-1939 Siðan gat engin siglt óhultur um svæðið. Fórnfýsi og göfuglyndi þess tíma íslenskra sjómanna má aldrei gleymast. Það má segja að hver haffær dolla sem fannst væri málaður og notaður til fiskflutninga til Englands.Ég held að yfirleitt þekki núlifandi íslenskt ungt fólk ekki til þessara mála. Geri sér enga grein fyrir þessum örlagaþrungu tímum Og viti ekki í hvað mikilli þakkarskuld það stendur við þess tíma far og fiskimenn Þar sem fiskimenn öfluðu verðmæts fiskjar sem þeir og farmenn fluttu svo til fólk í stríðshrjáðum löndum.Og kol og aðrar nauðsynjar til baka Farmenn sáu svo um að ferja nauðsynjavörur til lands úr Vesturheimi.Svo þessi þjóð gæti skrymt Orðstír þessara menn má aldrei falla í gleymsku
ATHENIA
© photoship
Skipið var smíðað hjá Fairfield SB & E Co í Govan á Bretlandi 1923 sem ATHENIA Fáninn var: breskur Það mældist: 13465.0 ts Loa: 160.40. m, brd 20.20. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána
ATHENIA
© photoship
Miklar deilur spruttu strax um örlög skipsins millin breta og þjóðverja Þeir síðarnefndu kenndu meira að segja Churchill um atvikið Í árásum þýskra blaða á Mr. Churchill var gefið í skyn að hann og upplýsingamálaráðherra Breta hafi sín á milli ákveðið að láta skjóta "Athenliu" í kaf, til þess að æsa upp almenningsálitið í Bandaríkjunum gegn Þjóðverjum En hér má lesa um sannleikann í málinu
ATHENIA
© photoship
KNUTE NELSON skipið sem kom fyrst að ATHENIA
© Sjöhistorie.no
Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Odense Danmörk 1926 sem KNUTE NELSON Fáninn var:norskur Það mældist: 7468.0 ts Loa: 132.90. m, brd 17.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En 27-09-1944: rakst skipið á tundurdufl og sökk Það skeði út af Obrestad en skipið var á leið frá Stavanger til Oslo. Níu menn fórust.
© Sjöhistorie.no