25.07.2014 23:28

Fyrsta íslenska stórslysið í WW 2

Fyrsta íslenska skipinu sem sökkt var í WW2 var ekki sökkt með tundurskeyti tundurdufli eða neinu af þessum vitistólum heldur af ákeyrslu annars skips Þetta skeði 30 október 1940 þegar farþega ferjan DUKE OF YORK sökkti íslenska togaranum BRAGA út af Fleetwood þar sem 10 íslenskir sjómenn fórust. 3 björguðust  Togarinn BRAGI var þar með fyrsta íslenska skipið sem fórst af styrjaldarástæðum. WW2

Togarinn BAGI



DUKE OF YORK


                                                                                                            © photoship

Þeir sem fórust með b/v BRAGA



Svona segist Þórði Sigurðssyni 2 stm sem var einn af þremur mönnum sem komust af þegar hann og annar sem af komst Stefán Olsen kyndari komu til Reykjavíkur með b/v Haukanesi þ 5 nóv Sá þriðji af skipbtrotsmönnunum Stefán Einarsson kyndari dvelur enn á sjúkrahúsi í  Fleetwood  "Ég hygg að klukkan bafi verið í kring um fimm á miðvikudagsmorguninn,þ 30 okt þegar áreksturinn varð. Þá voru allir undir þiljum, nema ég og Stefán Einarsson kyndri. Við vorum í brúnni og einnig var skipstjórinin nýkominn þangað úr "koju". Áreksturinn varð svo skyndilega, að þar var um að ræða augnablik, en ekki mínútar. Ég kastaoi mér taflarlaust í sjóinn og eins Stefán Einarsson, enda hallaðist skipið lundir eins og með svo miklum hraða að undrum sætti, og var komið á hvolf á örskammri stundu. Við Stefán héngum í einum bjarghring í sjónum, þar til okkur var bjargað um borð í Duke of York. Hversu lengi við vorum. í sjómum veit ég ekki, en þaö mun hafa verið góð stund. Við sáum ekkert til skipsfélaga  okkar og heyrðum ekkert. Nokkru eftir að okkur var bjargað náðist lík skipstjórans úr sjónum:"


Úr Mogganum 06-11-1940 Þess má geta að þórður Sigurðsson 2 stm var seinna fengsæll skipstjóri á Nýsköpunnartogurunum Austfirðingi og Ísólfi Og hann er faðir Ársæls úr "Sjálfstætt Fólk"





Frásögn Stefáns .Olsens kyndlara
var á þessa leið:"Við vorum 4 í káetunni og sváfum, þegar ég vaknaði skyndilega
við harðan dynk og að skipið kipptist til. Ég stökk tafarlaust fram úr kojunni og
upp á þilfar, en hentist þá til og út að borðstokkrium. Skipið hallaðist ákaflega hratt, og áður en ég vissi af, var ég kominn á kjölinn. Þar hélt ég mér uns mér var bjargað um borð í "Duke of York". Með mér í káettunni voru 1. stýrimaður, 1. vélstjóri og matsveinninn. Ég varð ekkert var við þá, og eru líkur til, þó að ekkert sé hægt aið fullyrða um það, að ég hafi verið eini maðurinn,sem komst upp úr
skipinu. Hinir félagarnir mínir hafa verið undir þiljum fram í. Ég varð aldrei neitt var við þá Báðir skýra þeir svo frá, að Stefán Einarsson kyndari hafi ekki meiðst, er slysið varð, en honum hafi orðið kalt, og sé hann að jafna sig í sjúkrahúsi í
Fleetwood. Frá öðrum heimildum hefir blaðið þær fregnir, að "Duke of York" hafi sigit fyrir fulium ljósum er áreksturinn varð, en ekki mun skipíð hafa sést frá togaranum fyrr en það var komíð svo að segja alveg að honum. Bragi sökk á örskammri stund.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere