25.07.2014 21:18

Fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2

Fyrsta eiginlega "touchið" sem íslenskir sjómenn höfðu við WW2 þar sem heil skipshöfn var í hættu var þ 2 mars 1940 þegar þýsk flugvél gerði árás á togarann SKUTUL ÍS  451 Úti fyrir A-strönd Englands 6-8 sml undan borginni Blyth "Árásin var gerð klukkan tæplega 05 á laugardagsmorgunn (2 mars) og var þá enn dimt af nóttu, að því er skipstjóri togarans, Lúðvík Vilhjálmsson,skýrði Morgunblaðinu frá í símtali í gærkveldi" (Birt í Mogganum 6 mars 1940) Og skipstjórinn heldur áfram frásögn sinni við fréttamanninn:"Skutull sigldi með fullum siglingarljósum, en mun hafa verið rétt fyrir framan breska kaupskipalest í herskipafylgd (Convoy).

Togarinn SKUTULL ÍS 451



Einnig hélt skipstjórinn að 4 bresk skip hefðu verið fyrir framan "Skutul" og að þau muni hafa verið vopnuð. "Skutull" var ekki með vilja i herskipafylgd, enda sigldi hann, eins og áður er sagt, með fullum ljósum, en skipin, sem í kringum hann voru, höfðu engin Ijós uppi Þýska flugvélin kom alt í einu út úr myrkrinu.



Var bún ljóslaus og flaug afar lágt fyrir ofan skipið, eða um tvær masturslengdir, að því er Lúðvík skipstjóri hélt. Skifti nú engum togum það sem
næst gerðist: Þýska flugvélin flaug stjórnborðsmegin aftur með og yfir skipið og varpaði niður sprengjum eða sprengju Lentu sprengjurnar eða sprengjan(skipverjar á "Skutli" vissu ekki hvort heldur var) í sjóinn rétt hjá togaranum og varð af mikill loftþrýstingur og rót.

Og skipstjóri hans Lúðvík Vilhjálmsson




Mun sprengjan hafa fallið rétt aftan við skipið.Um leið og flugvélin flaug yfir skipið létu flugmennirnir vélbyssuskothríð dynja á skipinu og sáu skipverjar eldglæringar frá vélbyssunni, en öll skotin fóru fram hjá skipinu og milli stjórnpalls og reykháfs. Sem sagt í sömu mund og þetta skeði komu tvær breskar flugvjelar frá landi og voru þær með fullum siglingarljósum er þær bar að.Réðust þær strax til atlögu við þýsku flugvélina og sáu skipverjar á "Skutli" eldglæringarnar frá skotunum í bardaganum, en um endalok bardagans vissu þeir ekki, vegna þess að loftorustan barst út í náttmyrkrið.Slökktu skipverjar á "Skutli" öll sín ljós og héldu áfram ferð sinni og urðu þeir ekki varir neins eftir það Hér lýkur frásögn Lúðvíks skipstjóra Ég held að skipshöfn b/v SKUTULS hafi verið fyrsta íslenska skipshöfninn sem fékk smjörþefinn af stríðinu Að vísu höfðun þegar þarna er komið sögu fjórir íslenskir sjómenn týnt lífi í því Þrír með norska flutningaskipinu BISP 23 jan 1940 og einn með danska flutningaskipinu FREDENSBORG 1 febr 1940

BISP



Þessir menn fórust með BISP

Guðmundur Eiríksson 20 ára



Haraldur Bjarnfreðsson 21 árs




Þórarinn S Thorlacius Magnússon 33 ára



Hér er svo sagt frá endalokum BISP

FREDENSBORG

                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Robert Malin Bender 31



Hér má lesa um endalok FREDENSBORG
þetta voru fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2 En þetta var aðeins byrjunin Röðin var ekki komin að íslensku skipunum að neinni alvöru
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere