30.07.2014 16:40

Hólmsteinn

Um klukkan 15 síðdegis föstudaginn þ 30. maí 1941 lagði vélbáturinn Hólmsteinn frá bingeyri af stað í róöur. Um klukkan 21 að kvöldi sama dags hitti vélbáturinn
Hulda frá Dýrafliði bátinn um 10 mílur undan Blakk, en síðan heflr ekkeit til hans
spurst. Veður var hið besta ftam á hvitasunnudag, en þá hvessti nokkuð af vestan og hélst svipað veður í tvo daga. Bar þó öllum saman um, að ekki sé hugsanlegt,
að báturinn hafl orðið fyrir nokkrum áföllum af völdum veðurs. Þegar það drógst langt fram yflr eðlilegan tíma, að báturinn kæmi að landi, var óttast um, að hann kynni að hafa orðið fyrir vélabilun, þvi að alvarlegra slys gátu menn ekki imyndað sér, að hefði hent hann, eins og veðri var háttað.Leit var svo hafln að bátnum.
Hófu hana bátar frá Þingeyri og Flateyri.

Þeir voru engin "stórskip" vertíðarbátarnir frá Vestfjörðum á þessum tíma m/b Vísir fann lóðir Hólmsteins


                                                                              Mynd úr Ritsafni Jóns Björnsonar Íslensk skip © ókunnur

Fann vélbáturinn Vísir frá Flateyri þá 60 af 136 lóðum Hólmsteins ca. 25 mílur norðvestur af Blakk, en einskis annars varð hann vísari, er geflð gæti vísbendingu um afdrif hans. Annan hvítasunnudag fóru svo bátamir Morgunstjarnan og Dagstjarnan frá Ísafirði í leit að Hólmsteini, en sú leit bar engan árangur. Næsta dag fór svo varðbáturinn Óðinn að leita bátsins, og aðfaranótt miðvikudagsins flaug flugvélin T. F. "Örn" fram og aftur meðfram Veslfjörðum og allt norður að ísrönd. Var skyggni svo frábærlega gott, að telja mátti lóðabelgi og uppihöld veiðiskipanna á miðunum. Samtímis hélt Óðinn áfram leitinni, en árangur varð sem fyrr enginn Þótti nú sýnt, að frekari leit væri árangurslaus og sorgleg vissa fengin fyrir því, að Hólmsteinn væri ekki lengur ofansjávar. Menn lætu sér helst detta í hug, að það hljóti að vera af völdum tundurdufls, sem hann hefir farizt.
Örlög Hólmsteinns eru hér

Ásgeir Sigurðsson frá Hnífsdal formaður,(1920) 
ókvæntur  en lét eftir sig son og aldraða
foreldra



Óskar Helgi Jóhannesson (1918) Vélstjóri frá Ásgarðsnesi,
Þingeyri. Ógiftur og barnlaus en átti foreldra á lífi..



Níels Guðmundsson (1918) frá "Grasi"við Þingeyri ókvæntur og barnlaus en átti móður á lifi.



Guðmundur F. Krisijánsson(1919) frá Þingeyri.
Ókvæntur,barnlaus                                                                                                                                                                                                                



Vélbáturinn Hólmsteinn ÍS 155 var einungis ársgamall þegar honum var sökkt í lok maí 1941. Áhafnarmeðlimir voru svo ólánsamir að þeir urðu varir við kafbátinn U-204 sem var á leiðinni til fundar við birgðaskipið Belchen skammt sunnan Grænlands. Kafbátsforingi U-204, Walter Kell, taldi að áhöfn Hólmsteins myndi gefa upp staðsetningu kafbátsins og þótti því vissara að sökkva honum. Hólmsteinn naut þess vafasama heiðurs að vera fyrsta skipið sem bæði Kell og kafbáturinn U-204 sökktu.

Birgðaskipið BELCHEN



                                                                                                                   © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Götaverken í Gautaborg 1932 sem:SYSLA  Fáninn var:norskur Það mældist: 6367.0 ts, 9670.0 dwt Loa: 124.40. m, brd 16.90. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1940 tóku Þjóðverjar skipið hernámi og skírðu það BELCHEN Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána 
HMS Aurora og HMS Kenya sökktu svo skipinu 3 júni 1941

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere