31.07.2014 17:29

Frekjan

Lítum á forsíðu Vísis þ 12 ágúst 1940



Um miðnættið Þann 12. ágúst árið 1940, þegar WW2 var í algleymingi, renndi lítil, nær hálfrar aldar gömul skúta upp að gamla hafnarbakka í Reykjavík. Var hér komin  Frekjan BA 271 undir stjórn Lárusar Blöndal skipstjóra að koma
heim til Íslands eftir 22 sólarhringa útivist frá Danmörku með sjö manna áhöfn
Þeir voru: Lárus Blöndal, skipstjórl, Gunnar Guðjónsson (skipamiðlari) stýrimaður, Gísli Jónsson (þv alþm.) 1. vélstj Björgvin Frederiksen (frkvstj.) 2. vélstjóri, Úlfar Þórðarson (augnlæknir) matsveinn, Konráð Jónsson (verzlm.) háseti og Theódór Skúlason (læknir) háseti. Höfðu menn þessir lokast inni í Danmörk  af ófriðarástæðum, en fengið leyfi þýzkra hernaðatyfirvalda til skipakaupanna og Íslandsferðar.

Farkosturinn Frekjan BA 271


                                                                                  Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Gísli Jónsson keypti 32 lesta bát með 70 hestafla Gamma vél fyrir 8500 danskar kr. Seljandi var hálfáttræður skipstjóri ( Frederikshavn, Knudsen að nafni. Hét skútan eftir tengdaföður hans, Anders Morse. Mikla blessun kvað hann hafa fylgt skútunni þau 48 ár sem hann hefði stýrt hennl á Ægisslóð, en það var ekki síst að þakka tréklossa negldum framan á stýrishúsi, hvar hann var búinn að vera ( 40 ár eftir að Knudsen hefði þegið hann i lifgjöf frá skipsbrotsmanni, sem hann hafði bjargað af rekaldi i Norðursjónum. Þrivegis hafði Knudsen unnið til verðlauna fyrir hraðsiglingu f Englandsferðum á Anders Morse. Nokkuð var skútan illa útlítandi enda komin til ára sinna, smíðuð í Troense 1888 eða 52 ára gömul. Eftir að hafa dyttað að bátnum eftir föngum og gefið honum nafnið Frekjan, var haldið úr höfn með blessunar óskir Knudsens og Marfu konu hans. Lagt var upp frá Frederikshavn laugardaginn 20. júlí.

Skipshöfnin frá v Gunnar Guðjónsson skipamiðlari (1900-1992) Gísli Jónsson fv alþingismaður (1889-1970) Björgvin Frederiksen vélvirkjameistari (1914- 2003) Konráð Jónsson verslunarmaður (1901-1955) Theodór Skúlason læknir (1908-1970) Lárus Blöndal skipstjóri (1894-1954) Úlfar Þórðarson augnlæknir (1911-2002)

                                                                                        Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Lá leiðin fyrst um tundurduflasvæði til Kristiansand [ Noregi, þar sem legið var í 5 daga. Síðar var haldið innan skerja norður með.ströndinni. Stansað var á nokkrum stöðum, svo sem: Lyngdalen, Langelandsvik, Stavanger, Haugasundi, Bergen og við Holmengraat var norska ströndin yfirgefin þann 4. ágúst og stefna tekin á Færeyjar.Eftir rúml. tveggja sólarhringa siglingu var komið til Þórshafnar. Frá Færeyjum var svo haldið þann 8. ágúst og snemma morguns sunnudaginn 11. ágúst renndi Frekjan fram hjá Heimakletti inn á Vestmannaeyjahófn eftir 61 klukkustundar ferð frá Færeyjum. Til Reykjavíkur kom svo skipið sem fyrr greinir 12.-13. ágúst eftir giftusama ferð um hættusvæði. Hér hlaut báturlnn sfðar nafnið Þerney RE 271 og var á skipaskrá fram til ársins 1950 og mun hafa dagað uppl inn við Elliðaárvog. Aðalmál bátsins voru: Loa::17.05 m. Brd: 4.90 m.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere