01.08.2014 21:54
ARCTIC

Arctic var þrísiglt skip byggt úr tré 1919 Það hafði hjálparvél,en treyst var á seglin Því var ætlað að bæta úr skipakosti til flutninga landa á milli einkum frystar fiskafurðir Sú saga gekk um skipi, að þegar Fiskimálanefnd festi kaup á því, hafi það ekki aðeins verið innifrosið, heldur hafi kælivélarnar verið í fullum gangi og skipið því gegnfrosið. Hafi þetta hvorttveggja leynt þeim leka, er á skipinu hafi veriS og kom fram í hafi, er klakinn var úr því þiðnaður.
Mynd úr Ritsafni Jóns Björnsonar Íslensk skip © ókunnur
Í árslok
1941 sigldi skipið til Suðurlanda og kom til Vigo á Spáni 20 des Þar
hafði skipið langa viðdvöl.þóðverjar settu sig í samband við suma
skipsmenn og leituu eftir samkomulagi við þá um tilstyrk er gæti komið
þjóðverjum að notum í hernaðinum á N-Atlantshafi Ræddu þeir við
skipstjórann Sigurjón Jónsson og vildu fá hann til að senda þeim
verðurskeyti á leiðinni til Íslands. Skýrði skipstjórinn svo frá síðar
að að þjóðverjarnir hefðu haft í hótunum um að skipið myndi ekki komast
langt frá Spáni ef ekki yrði gengið að óskum þeirra..Ræddi Sigurjón
þetta við Loftskeytamann sinn Jens B Pálsson og þótti þeim úr vöndu að
ráða.
Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur
Var
þeim óljúft að ganga að kröfum þjóðverja ,en virtist ella mikið í húfi
sökum ógnana þeirra. Var málið borið undir íslenska konsúlinn í Vigo .
Lét hann þá skoðun í ljósi að þeir tveir skyldu láta undan og senda
þessi skeyti. Það varð að ráði að loftskeytamaðurinn tók við senditæki
og coda. Með loforði um að senda veðurskeyti á leiðinni.Stæði hann ekki
við þetta loforð yrði skipinu tafarlaust sökkt
Hliðið að fangelsinu á Kirkusandi Innan þessarar girðingar gerðust hrottalegr atburðir
Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur
Skipið hélt svo af stað
frá Vigo þ 15 febr. 1942 hlaðið ávöxtum Send voru 7 veðurskeyti frá því
Það síðasta þegar það átti eftir 200 sml til Vestmannaeyja. Ekki var
vegur sannleikans alltaf þræddur nákvæmlega í þessum skeytum. Kom skipið
til Reykjavíkur þ 25 febrúar Þegar
heim kom var var senditækið komið í land flutt í land og í vörslu
kunninga skipstjórans Codanum kom loftskeytamaðurinn í vörslu síns
kunninga. En bretarnir höfðu komist á snoðir um þessar sendingar og náðu
að miða þær út. Þeir athuguðu málið í kyrrþey meðan skipið stóð við í
Reykjavík og létu ekki
til til skarar skríða fyrr en skipið var komið til lestunar í
Vestmannaeyjar 13 apríl Skömmu eftir komu skipsins þangað komu hermenn
sem stóðu vörð um skipið.
Fangelsið á Kirkusandi
Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur
Þ 15 voru Sigurjón skipstjóri og Jens
loftskeytamaður handteknir og fluttir í land sem fangar. Skipshöfnin var
höfð í haldi um borð. Leið
svo fram til 20 þá fyrirskipaði herstjórnin að sigla skildi skipinu tll
Reykjavíkur.Þegar til Reykjavíkur var komið var öll skipshöfnin flutt í
fangabúðir hersins við Kirkjusand Skipsmenn mættu nú hinni
harkalegustu meðferð hjá hernum Voru höfð yfir þeim miskunnarlaus
réttarhöld með pyntingum og ógnunum svo að með ólíkindum má teljast. Sannleikur
málsins er sá að bretarnir komu fram við mennina sem yfirgengilegir
fantar.
Fangelsið á Kirkusandi
Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur
Þeir misþyrmdu þeim með höggum og öðrum pyntingum svo að við dauða lá.Létu þá liggja sárþjáða í köldum og illa hirtum klefum. Hentu í þá "hundafæði" sem nokkrir af þeim gátu ekki neytt sökum vanlíðunnar af áverkum. Allir urðu mennirnir meira eða minna veikir af hinni hrottalegu meðferð og hinum ílla aðbúnaði. . Það má segja með ólíkindum að mennirnir skildu þurfa að þola þessar þjáningar,líkamlegar og andlegar sárasaklauir (því það sannaðist aldrei að neinir aðrir en skipstjórinn og loftskeytamaðurinn hefi vitað um skeytasendingarnar) við bæjardyr íslenskra stjórnvalda Sem ekki gátu hreyft legg eða lið vegna ofríkis breta
Sigurjón
Jónsson (1889-1943) sætti þvílíkri meðferð há bretunum að hann andaðist
um borð í herskipinu sem átti að flytja hann til Bretlands
Jens Björgvin Pálsson loftskeytamaður ( 1916-2000) Sat í fangabúðum breta fram til 5 ágúst 1945

En hrakningum mannana var ekki lokið 22 maí voru þeir fluttir aftur um borð í skip sitt og því svo siglt til Bretlands, Guðni 1 stm sigldi skipinu undir eftirliti bresks sjóliðsforinga og með bresku fylgdarskipi.Þ 29 maí þegar skipið var statt í Írska Kanalnum var svo komið að Árna Magnússyni örendum í vélarrúminu. Var farið með líkið inn til Lock Foyl. Síðan var haldið til Gourock við Clyde. Þar yfirgaf skipshöfnin skipiðVoru þeir fluttir þaðan til London. Þar voru þeir í ströngum yfirheyrslum en án alls ofbeldiÞað var svo 9 ágúst að mennirnir voru lýstir sýkn saka og sleppt
Skúli Sigurður Sívertsen (1892-1960) 1 vélstj hann lá á spítala lungan úr veru mannana í Bretlandi. Hann hafði fengið "Gulu" af bætiefnaskorti á Kirkjusandi auk misþyrminganna


Þeir voru svo fluttir um borð í skip sitt sem var í mjög illu ásigkomulagi er .
þair komu um borð. Var nú tekið við að þrífa . Guðni (nú skipstjóri) hafði strax og um borð sett sig í samband við íslenska konsúlinn í Edinborg. Lét hann þá hafa peninga og passa og útvegaði hann allt sem til skipsins vantaði og greiddi konsúllinn götu þeirra em best hann gat til að mennirnir kæmust sem fyrst með skip sitt til Íslands. Skipið sigldi síða til Runcorn þar sem lestað var salt til Íslands.Og ímyndið ykkur endirinn. Eftir mikið stapp fjas og muður var fallist á að borga þeim kaup fyrir tímann. En skaðabætur eða þvílík fengu þeir aldrei
Eyjólfur Jónsson Hafstein ( 1911- 1959,fórst með Vs Hermóði) annar stm Varð fyrir miklu líkamlegu ofbeldi svo á sá á líkama hans

Árni Magnússon 2 vélstj.(1897-1942) Slapp að mestu við líkamlegt ofbeldi en varð bráðkvaddur um borð í AETIC á leið til Englands

Guðni Ingvarsson ( 1901-1975) matsveinn Var beittur hrottalegu ofbeldi í líkingu við nafna sinn Thorlacius

Kristján Már jónsson 2 matsveinn (1916-1982) Hætti strax eftir Spánarferðina . Var yfirheyrður en aldrei handtekinn

Einar Sveinn Erlingsson (1926-2014) 2 matsv. Var nýráðinn á skipið þegar bretar tóku það Og var á því Englandsferðina Slapp að mestu við líkamlegar pyntingar

Árni Ingimundur Helgason (1908-1988) aðstoðavélstj hlaut "Guðnameðferðina"

Hans Ólafsson (1894-1973) bátsmaður slapp við verstu meðhöndlunina

Björn Oddsson Þorleifsson (1922-1995) háseti sætti svipaðri meðferð og þeir nafnarnir

Einar Baldursson (1917- 1995) háseti slapp að mestu við líkamlegar pyntingar

Haraldur Sigurjónsson (1921- 2006) sonur Sigurjóns skipatjóra slapp við miklar líkamlegar pyntingar

Ólafur Gunnar Jónsson (1924-2012) háseti skapp að mestu við líkamlega áverka

Haukur Andrésson (1921-1994) háseti slapp líka að mestu við það líkamlega

Það má með sanni segja að þeir sem stjórnuðu þessu landi þegar þessir atburðir áttu sér stað hefðu mátt skammast sín fyrir sína framgöngu í málinu. Fiskimálanefnd sem átti skipið var jú í eigu ríkisins Hún neitaði fyrst að borga mönnunum áhættuþóknun á launin eins og var í farmannasamningum En drulluðust loks til þess fyri mikið þóf og málarekstu. Um skaðabætur var ekki að tala um Ja sveiattan
Artic
Mynd skönnuð úr gamalli bók © ókunnur
Skipið var smíðað hjá Bergkvara Skepps í Bergkvara Svíþjóð 1919 sem PRIMO Fáninn var:sænskur Það mældist: 446.0 ts, Loa: 43.10. m, brd 10.70. m Skipið gekk undir aðeins undir tveimur nöfnum En 1935 var skipið selt til Danmörk og fékk nafnið ARCTIC Nafn sem það bar síðast undir íslenskum fána En endalok þess urði að 15 nars 1943 lagði skipið af stað til Vestmannaeyja Það hreppti aftakaveðru og hraktist það síðan á land við Stakkhamra í Miklaholtshreppi Mannbjörg varð en skipstjórinn Jón Ólafsson lést eftir hrakningana Hann var faðir Erlendar Jónssona seinna skipstjóra hjá Eimskip