26.08.2014 15:31

Í ágúst 1954

Ég var eitthvað að hæla mér í gær af að tölvumálin væru komin í lag En það var aðeins of skjótt af stað riðið hvað sjálfan mig varðar Það er ekkert að tölvunni en fyrir þann sem stjórnar lyklaborðinu virðist vera komið eins fyrir og kallinum í gamla daga sem setti gírkassann í gamla Ford öfugan saman þannig á það urðu einn gír  áfram en fjórir afturábak. Nýja talvan er með nýju kerfi sem maður þarf að kynnast betur. En æfingin skapar allavega lærlinginn.Þess vegna verður enginn "ljóshraði" á færslunum á næstunni En ekki meir um það.En ef við skoðum skipsfréttir í Mogganum þ 26 ágúst 1954,þá virðist Skipadeild SíS vera með þrjú leiguskip Jan sem er sagt í Reykjavík NYCO sem er sagt væntanlegt til Keflavíkur þ 27-08 og  TOVELIL var sagt hafa farið frá  Nörresubdby áleiðis til Keflavíkur þ 21 -08

TOVELIL


                                                                                           © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Nieuwe Waterweg í Schiedam Hollandi 1925 sem: MONICA SEED Fáninn var: breskur Það mældist: 2310.0 ts, 3700.0 dwt. Loa: 88.60. m, brd 13.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1929 TOVELIL - 1954 AGELEF - 1955 ADELFOTIS Nafn sem það bar síðast undir fána Costa Rica En skipið strandaði og varð til á 34°48´0 S og 019°39´0 A 30-12-1956 á leið frá Bremerhaven til Bombay með farm af "Sulphate of ammonia"

TOVELIL

                                                                               © Handels- og Søfartsmuseets.dk

NYCO

                                                                        © shipsmate 17

Skipið var smíðað hjá Nylands Verksted  í Oslo 1951 sem: NYCO  Fáninn var: norskur Það mældist: 2063.0 ts, 3600.0 dwt. Loa: 89.80. m, brd 13.50. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1957 DOCKENHUDEN - 1961 WILHELM SCHULTE - 1966 YOTTA - 1968 IASSON - 1973 DELPHI Nafn sem það bar síðast undir Panama fána Það var rifið í Cartagena 1974


NYCO

                                                                                      © Sjöhistorie.no

Hér heitir JAN,  HERM-S.

                                                                                         © Peter William Robinson

Skipið var smíðað hjá Brand í Oldenburg Þýskalandi 1954 sem: Jan Fáninn var:þýskur Það mældist:365.0 ts, 690.0 dwt. Loa: 52.90. m, brd 0. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1965 HERM-S. - 1975 WAJIH Nafn sem það bar síðast dag undir fána Líbíu Enn og aftur bið ég menn  að taka þessu ekki sem einhverrir "sagnfræði" Nöfnin á skipunum passa bara við ártölin Stundum koma fleiri til greina en ég vel það sem er sennilegast.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere