05.09.2014 20:56

Einvik

Lítum í Morgunblaðið í Sept 1941  Þann 13 sept 1941 var trillubátur frá Vestmannaeyjum á veiðum V við Eyjar Urðu þá bátsverjar varir við bát skamt fyrir vestan Heimaey, sem í voru skipbrotsmenn frá norsku skipi. Tóku Eyjamenn bátinn og drógu hann til hafnar. Þarna Voru 12 menn frá norska skipinu Einvik frá Þrándheimi.  Var skipið á leið frá Ameríku til Englands, hlaðið timbri. Varð það fyrir tundurskeyti, en mun eigi hafa sokkið skyndilega, svo skipverjar hafa haft tíma til að útbúa sig áðnr en þeir fórut í bátinn. Þeir voru 12 í bátnum. Hafði skipstjóri stjórn hans. Björgunarbátar skipsins voru tveir.

Systurskip EINVIK, WAR BEAVER


                                                                           © photoship

Skipinn var sökt 4-500 mílur suðvestur af íslandi. Höfðu þeir segl og árar og sigldu mikið af leiðinni, en réru nokkuð. Árar voru þó ekki úti, er Eyjamenn hittu bátinn. I 8 daga voru þeir í bátnum. En þeir áttu eftir drykkjarvatn, er hingað var komið, og brauð sér til matar. Nokkuð voru þeir þjakaðir, en höfðu þó fótavist í gær. Alls voru 23 menn á skipi þessu, sem var 3500 smálestir að stærð. í hinum bátnum voru 11, undir stjórn 1. stýrimanns. Kom sá bátur til Herdísarvíkur síðdegis þ 13 En eigi hafði blaðið frétt nánar af ferð hans með þá 11 skipbrots menn. Þetta er í 2. skifti í styrjöldinni, sem sökt hefir verið skipi þessa skipstjóra.



Skipið var smíðað hjá Polson IW í Toronto Canada 1919 sem:WAR TAURUS  Fáninn var:breskur Það mældist: 2240.0 ts, 3330.0 dwt. Loa: 76.50. m, brd 13.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1920 CORMOUNT - 1924 FEMUND - 1928 RENDAL - 1934 EINVIK  Nafn sem það bar síðast undir norskum fána 

Hér má sjá allt um örlög skipsins

Sama dag eða 5 sept 1941 gerðist
þetta
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere