10.09.2014 17:18
Félagið með íslenska nafnið
Norðurlandabúar hafa alla tíð, eða frá því sögur hófust verið sæfarendur, en aðrar ríkari og stærri þjóðir urðu fyrr til að sigla á langleiðum. Þannig var það t. d. að á ofanverðri nítjándu öld voru siglingar að mestu leyti í höndum Englendinga
og Þjóðverja: Norðurlandabúar sjálfir áttu fá skip til siglinga yfir Atlantshafið Danir voru fremstir Norðurlandaþjóða í atvinnulegu tilliti um þessar mundir og höfðu meða] annars fyrir nokkru hafið siglingar til Asíu, þaðan bárust gersemar miklar til
hinnar dönsku höfuðborgar við Eyrarsund.
Auglýsing frá "Þingvallafélaginu"
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Það var því ekki nema sjálfsagt, að Danir hefðu forgöngu um siglingar Norðurlandabúa til Ameríku seint á nítjándu öld. Árið 1878 var um það rætt opinberlega, að tímabært væri að stofna skipafélag til siglinga yfir Atlantshaf. Af stofnun félagsins varð síðla næsta ár og byrjaði félagið starfsemi sína með því að kaupa nýlegt skip, sem smíðað hafði verið til Asíusiglinga. Þetta skip hlaut nafnið THINGVALLA, en skipafélagið hlaut nafnið Thingvalla Line .Upp úr áramótunum 1880 hóf "Þingvallafélagið" ferðir milli Norðurlanda og New York og hafði í þeim ferðum auk THINGVALLA leiguskipin HARALD og ASÍA. Allt gekk vel í fyrstu, aðbúnaður á skipum Þingvallafélagsins þótti langtum betri en á öðrum "emigrantaskipunum" og þótt t. d.skipið THINGVALLA væri ekki tiltakanlega hraðskreitt, það gekk rúmar níu sjómílur þá var þetta mikil framför frá því að ferðast með seglskipunum
Líkan af THINGVALLA (ÞINGVÖLLUM)
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Árið 1882 bættist félaginu nýtt skip, er það lét smíða í skipasmíðastöð Burmeister &Wain í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið GEISER Nú gekk allt vel fyrir Þingvallafélaginu um sinn, uns tvö skip félagsins lentu í hörmulegum árekstri við strendur Ameríku. E.s. Thingvalla lét úr höfn síðarihluta júlímánaðar árið 1888 í áætlunarferð vestur um haf. Skipið hafði að vanda viðkomu í Kristjaníu (Osló) og Kristjánssund, þar sem fleiri farþegar bættust við og þegar látið var i haf frá Noregi voru 455 farþegar um borð, skipshöfn um 70 manns.
Thingvalla (Þingvellir)
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
E.s. GEISER hafði komið frá Norðurlöndum til New York fullhlaðið farþegum. Eftir nokkurra daga stanz var skipið ferðbúið að nýju og hinn 11. ágúst lagði skipið úr höfn í New York. Farþegar voru 107 Dráttarbátur aðstoðaði skipið niður fljótið og er hann kvaddi veifuðu hásetarnir og óskuðu skipinu góðrar ferðar yfir hafið. Hvað gat líka hent stórt nýtísku.farþegaskip á sumardegi á þessari siglingaferð? Laust eftir miðnætti 14. ágúst er GEISER staddur vestur af "Sable Island".
Carl G A Hoel var þriði stm á GEISER
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Brown fyrsti stýrimaður er á stjórnpalli ásamt hásetanum en Carl W. Müller. skipstjóri hefur farið til káetu sinnar og lagt sig.Um fjögurleytið sér stýrimaðurinn allt í einu ljós út í myrkrinu, fyrst hvítt og síðan grænt. Stýrimaðurinn kallar á Möller skipstjóra sem kemur strax á stjórnpall og gefur jafnframt skipun um fulla ferð afturábak. Þeir sjá skip til stjórnborða sem nálgast óðfluga. GEISER stansar og sígur síðan afturá fyrst hægt, en síðan hraðar. Allt útlit er fyrir að árekstri, sem fyrir andartaki síðan var fyrirsjáanlegur verði forðað En allt í einu breytir hitt skipið stefnu til bakborða og það skiptir engum togum, að það rekst með heljarafli á stjórnborðssíðu GEYSER rétt um stórsiglu. Hárbeitt stefnið sker sundur byrðing og bönd og gengur inn í mitt skip.
Áreksturinn

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Um leið þekkja Möller skipstjóri og aðrir yfirmenn skipið sem á þá sigldi .Það var Thingvalla. Möller skipstjóri gefur skipun um að setja lífbátana í sjó um leið og hann fyrirskipar að konur og börn skuli ganga fyrir í bátana. Á GEISER eru 136 manns, áhöfn og farþegar. Fólkið ryðst upp á þilfar og að björgunarbátunum í skelfingu. Í fátinu tók fólkið ekki björgunarbeltin sem hengu við hvérja koju, með sér er það flýði upp á þilfarið. Möller skipstjóri tók bunka af beltum, sem ætluð voru yfirmönnum og kastaði niður á þilfarið en fáir hirtu um að láta þau á sig. Skipshöfnin reyndi árangurslítið að koma á reglu um leið og lífbátarnir voru látnir síga en fólkið var gjörsamlega örvita og ruddist í bátana, sem hvolfdi við skipshlið hverjum af öðrum. Allt í einu hvað við brestur og GEISER brotnaði í tvennt um skarðið, sem stefni THINGVALLA hafði ollið
THINGVALLA í Halifax eftir áreksturinn

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Um leið stakkst afturendi skipsins og litlu síðar framendinn. Þá voru nákvæmlega fimm mínútur liðnar frá því áreksturinn skeði.Maður getur ímyndað sér angist
S. Lamb,skipstjóra á THINGVALLA er hann kom á stjórnpall mjög í sama mund og áreksturinn varð. Skip hans THINGVALLA laskaðist mjög, en vatnsþéttu skilrúmin héldu og skipið hélst á floti. Skipstjórinn fyrirskipaði strax að setja út lífbáta og róa að GEYSER því fyrirsjáanlegt var að hverju stefndi og þrátt fyrir náttmyrkrið vissi hann mætavel hvað fram fór á hinu skipinu. Síðar sagði skipstjóri Thingvalla svo frá, að þessar mínútur hefðu verið átakanlegri en orð fái lýst. Gegnum hvæs frá sprungnum gufurörum og þytinn í reiðum skipanna heyrðust neyðaróp karlmanna og skerandi vein kvenna og barna. En svo allt í einu var GEISER sokkinn. Lamandi þögn lagðist yfir nema gjálfur öldunnar við skipssúðina og þytur stormsins.
GEISER
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Björgunarbátarnir frá THINGVALLA reru í brakinu og björguðu fólki sem skaut upp eða hélt sér dauðahaldi í brak. Einn hinna síðustu sem bjargaðist var rúmum hálftíma eftir að GEISER sökk. Þegar birti var THINGVALLA enn þá á slysstaðnum. Leit að fólki var haldið áfram meðan nokkur von var til að fleiri fyndust. Þegar síðasti lífbáturinn var tekinn um borð í THINGVALLA var tala þeirra sem bjargað hafði verið aðeins 31. Meira en eitt hundrað manns hafði farizt með skipinu. Meðal þeirra sem björguðust var Carl G A Hoel 3. stýrimaður á GEYSER. Hann var sofandi í klefa sínum en vaknaði við ógnvekjandi hávaða er skipssúð molaði einn vegginn í klefanum. Þegar í næstu andrá fjarlægðist skipsstefnið og stýrimaðurinn sá ofan í hyldýpið. Hann sá aö eina björgunarvonin var að fara út um skarðið, sem myndast hafði í skipssíðuna og án þess að hugsa sig u m stökk hann og tókst að ná tökum áakkerisfesti, THINGVALLA, sem hékk niður með stefninu. Hoel þriðji stýrimaður var ungur og hraustur og honum tókst að lesa sig upp akkerisfestina og komast af henni upp á þilfar.
Farþegar bíða eftir að komast um borð í THINGVALLA (á ekkert með atburðinn að gera)

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Meðan á björguninni stóð og enginn vissi hve mikið THINGVALLA var laskað, eða hve lengi það myndi fljóta, lét skipstjóri skjóta flugéldum og neyðarblysum. Þýzkt skip, e.s. WIELAND var statt skammt frá. Þetta skip var á leið til New York með innflytjendur. skipsmenn sáu flugeldana og ályktuðu réttilega að slys hefði hent. Margir þeirra 31 sem bjargað var af GEISER voru slasaðir,en aðrir aðframkomnir af kulda, enda flestir á nærfötunum einum. Þegar Wieland kom á vettvang höfðu skipsmenn á THINGVALLA veitt skipbrotsmönnum alla þá aðhlynningu sem hægt var að láta í té. Um morguninn 14. ágúst voru svo allir farþegar sem voru um borð í THINGVALLA fluttir um borð í WIELAND, sem sigldi með þá til New York. Litlu síðar sigldi THINGVALLA á hægri ferð af stað til Halifax. Blöðum beggja vegna Atlantshafsins varð að vonum tíðrætt um þetta hörmulega slys, þar sem tvö skip frá sama landi og meira að segja frá sama skipafélagi lentu í árekstri á hinni miklu víðáttu Atlantshafsins með þeim afleiðingum sem að framari getur.
Óhappaskipið NORGE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En hrakföll Þingvallafélagsins voru ekki þar með á enda. THINGVALLA náðu til Halifax og hlaut þar viðgerð. Skipið hóf síðan siglingar að nýju á leiðinni Kaupmannahöfn New York og flutti marga innflytjendur til Ameríku á næstu árum. í einni slíkri ferð rakst skipið á hafísjaka, en laskaðist ekki að ráði og komst til hafnar af eigin rammleik, eftir að áhöfnin hafði gert að skemmdunum með tiltækum ráðum. En þótt THIMNGVALLA væri þannig tvisvar búið að komast í hann krappann og sleppa í bæði skiptin til hafnar, voru önnur skip Þingvallafélagsins sem í slíku lentu ekki eins heppin, og þar kom að fólk fékk ótrú á félaginu og skipum þess, farþegum fækkaði og félagið átti erfitt uppdráttar. Mesta slysið í sögu félagsins var er e.s. NORGE fórst fyrir vestan Skotland og með skipinum 600 manns, en um 200 var bjargað. Nokkru síðar komst félagið í eigu Sameinaða gufuskipafélagsins og lauk þar sögu þessa óhappa danska skipafélags sem hét íslenzku nafni og átti nokkur skip sem báru íslenzk nöfn.
GEISER

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1882 sem:GEISER Fáninn var:danskur Það mældist: 2831.0 ts, 1993.0 dwt Loa: 98.80. m, brd 12.10. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána Örlögin má sjá hér að ofan
THINGVALLA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1875 sem: THINGVALLA Fáninn var:danskur Það mældist: 2524.0 ts,1745.0 dwt Loa: 91.90. m, brd 11.40. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en 1903 var skipið selt til Noregs og fékk norskan fána og nafnið ASLAUG Skipið var rifið í Rotterdam eftir strand 1903
og Þjóðverja: Norðurlandabúar sjálfir áttu fá skip til siglinga yfir Atlantshafið Danir voru fremstir Norðurlandaþjóða í atvinnulegu tilliti um þessar mundir og höfðu meða] annars fyrir nokkru hafið siglingar til Asíu, þaðan bárust gersemar miklar til
hinnar dönsku höfuðborgar við Eyrarsund.
Auglýsing frá "Þingvallafélaginu"

Það var því ekki nema sjálfsagt, að Danir hefðu forgöngu um siglingar Norðurlandabúa til Ameríku seint á nítjándu öld. Árið 1878 var um það rætt opinberlega, að tímabært væri að stofna skipafélag til siglinga yfir Atlantshaf. Af stofnun félagsins varð síðla næsta ár og byrjaði félagið starfsemi sína með því að kaupa nýlegt skip, sem smíðað hafði verið til Asíusiglinga. Þetta skip hlaut nafnið THINGVALLA, en skipafélagið hlaut nafnið Thingvalla Line .Upp úr áramótunum 1880 hóf "Þingvallafélagið" ferðir milli Norðurlanda og New York og hafði í þeim ferðum auk THINGVALLA leiguskipin HARALD og ASÍA. Allt gekk vel í fyrstu, aðbúnaður á skipum Þingvallafélagsins þótti langtum betri en á öðrum "emigrantaskipunum" og þótt t. d.skipið THINGVALLA væri ekki tiltakanlega hraðskreitt, það gekk rúmar níu sjómílur þá var þetta mikil framför frá því að ferðast með seglskipunum
Líkan af THINGVALLA (ÞINGVÖLLUM)
Árið 1882 bættist félaginu nýtt skip, er það lét smíða í skipasmíðastöð Burmeister &Wain í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið GEISER Nú gekk allt vel fyrir Þingvallafélaginu um sinn, uns tvö skip félagsins lentu í hörmulegum árekstri við strendur Ameríku. E.s. Thingvalla lét úr höfn síðarihluta júlímánaðar árið 1888 í áætlunarferð vestur um haf. Skipið hafði að vanda viðkomu í Kristjaníu (Osló) og Kristjánssund, þar sem fleiri farþegar bættust við og þegar látið var i haf frá Noregi voru 455 farþegar um borð, skipshöfn um 70 manns.
Thingvalla (Þingvellir)
E.s. GEISER hafði komið frá Norðurlöndum til New York fullhlaðið farþegum. Eftir nokkurra daga stanz var skipið ferðbúið að nýju og hinn 11. ágúst lagði skipið úr höfn í New York. Farþegar voru 107 Dráttarbátur aðstoðaði skipið niður fljótið og er hann kvaddi veifuðu hásetarnir og óskuðu skipinu góðrar ferðar yfir hafið. Hvað gat líka hent stórt nýtísku.farþegaskip á sumardegi á þessari siglingaferð? Laust eftir miðnætti 14. ágúst er GEISER staddur vestur af "Sable Island".
Carl G A Hoel var þriði stm á GEISER
Brown fyrsti stýrimaður er á stjórnpalli ásamt hásetanum en Carl W. Müller. skipstjóri hefur farið til káetu sinnar og lagt sig.Um fjögurleytið sér stýrimaðurinn allt í einu ljós út í myrkrinu, fyrst hvítt og síðan grænt. Stýrimaðurinn kallar á Möller skipstjóra sem kemur strax á stjórnpall og gefur jafnframt skipun um fulla ferð afturábak. Þeir sjá skip til stjórnborða sem nálgast óðfluga. GEISER stansar og sígur síðan afturá fyrst hægt, en síðan hraðar. Allt útlit er fyrir að árekstri, sem fyrir andartaki síðan var fyrirsjáanlegur verði forðað En allt í einu breytir hitt skipið stefnu til bakborða og það skiptir engum togum, að það rekst með heljarafli á stjórnborðssíðu GEYSER rétt um stórsiglu. Hárbeitt stefnið sker sundur byrðing og bönd og gengur inn í mitt skip.
Áreksturinn

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Um leið þekkja Möller skipstjóri og aðrir yfirmenn skipið sem á þá sigldi .Það var Thingvalla. Möller skipstjóri gefur skipun um að setja lífbátana í sjó um leið og hann fyrirskipar að konur og börn skuli ganga fyrir í bátana. Á GEISER eru 136 manns, áhöfn og farþegar. Fólkið ryðst upp á þilfar og að björgunarbátunum í skelfingu. Í fátinu tók fólkið ekki björgunarbeltin sem hengu við hvérja koju, með sér er það flýði upp á þilfarið. Möller skipstjóri tók bunka af beltum, sem ætluð voru yfirmönnum og kastaði niður á þilfarið en fáir hirtu um að láta þau á sig. Skipshöfnin reyndi árangurslítið að koma á reglu um leið og lífbátarnir voru látnir síga en fólkið var gjörsamlega örvita og ruddist í bátana, sem hvolfdi við skipshlið hverjum af öðrum. Allt í einu hvað við brestur og GEISER brotnaði í tvennt um skarðið, sem stefni THINGVALLA hafði ollið
THINGVALLA í Halifax eftir áreksturinn

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Um leið stakkst afturendi skipsins og litlu síðar framendinn. Þá voru nákvæmlega fimm mínútur liðnar frá því áreksturinn skeði.Maður getur ímyndað sér angist
S. Lamb,skipstjóra á THINGVALLA er hann kom á stjórnpall mjög í sama mund og áreksturinn varð. Skip hans THINGVALLA laskaðist mjög, en vatnsþéttu skilrúmin héldu og skipið hélst á floti. Skipstjórinn fyrirskipaði strax að setja út lífbáta og róa að GEYSER því fyrirsjáanlegt var að hverju stefndi og þrátt fyrir náttmyrkrið vissi hann mætavel hvað fram fór á hinu skipinu. Síðar sagði skipstjóri Thingvalla svo frá, að þessar mínútur hefðu verið átakanlegri en orð fái lýst. Gegnum hvæs frá sprungnum gufurörum og þytinn í reiðum skipanna heyrðust neyðaróp karlmanna og skerandi vein kvenna og barna. En svo allt í einu var GEISER sokkinn. Lamandi þögn lagðist yfir nema gjálfur öldunnar við skipssúðina og þytur stormsins.
GEISER
Björgunarbátarnir frá THINGVALLA reru í brakinu og björguðu fólki sem skaut upp eða hélt sér dauðahaldi í brak. Einn hinna síðustu sem bjargaðist var rúmum hálftíma eftir að GEISER sökk. Þegar birti var THINGVALLA enn þá á slysstaðnum. Leit að fólki var haldið áfram meðan nokkur von var til að fleiri fyndust. Þegar síðasti lífbáturinn var tekinn um borð í THINGVALLA var tala þeirra sem bjargað hafði verið aðeins 31. Meira en eitt hundrað manns hafði farizt með skipinu. Meðal þeirra sem björguðust var Carl G A Hoel 3. stýrimaður á GEYSER. Hann var sofandi í klefa sínum en vaknaði við ógnvekjandi hávaða er skipssúð molaði einn vegginn í klefanum. Þegar í næstu andrá fjarlægðist skipsstefnið og stýrimaðurinn sá ofan í hyldýpið. Hann sá aö eina björgunarvonin var að fara út um skarðið, sem myndast hafði í skipssíðuna og án þess að hugsa sig u m stökk hann og tókst að ná tökum áakkerisfesti, THINGVALLA, sem hékk niður með stefninu. Hoel þriðji stýrimaður var ungur og hraustur og honum tókst að lesa sig upp akkerisfestina og komast af henni upp á þilfar.
Farþegar bíða eftir að komast um borð í THINGVALLA (á ekkert með atburðinn að gera)

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Meðan á björguninni stóð og enginn vissi hve mikið THINGVALLA var laskað, eða hve lengi það myndi fljóta, lét skipstjóri skjóta flugéldum og neyðarblysum. Þýzkt skip, e.s. WIELAND var statt skammt frá. Þetta skip var á leið til New York með innflytjendur. skipsmenn sáu flugeldana og ályktuðu réttilega að slys hefði hent. Margir þeirra 31 sem bjargað var af GEISER voru slasaðir,en aðrir aðframkomnir af kulda, enda flestir á nærfötunum einum. Þegar Wieland kom á vettvang höfðu skipsmenn á THINGVALLA veitt skipbrotsmönnum alla þá aðhlynningu sem hægt var að láta í té. Um morguninn 14. ágúst voru svo allir farþegar sem voru um borð í THINGVALLA fluttir um borð í WIELAND, sem sigldi með þá til New York. Litlu síðar sigldi THINGVALLA á hægri ferð af stað til Halifax. Blöðum beggja vegna Atlantshafsins varð að vonum tíðrætt um þetta hörmulega slys, þar sem tvö skip frá sama landi og meira að segja frá sama skipafélagi lentu í árekstri á hinni miklu víðáttu Atlantshafsins með þeim afleiðingum sem að framari getur.
Óhappaskipið NORGE
En hrakföll Þingvallafélagsins voru ekki þar með á enda. THINGVALLA náðu til Halifax og hlaut þar viðgerð. Skipið hóf síðan siglingar að nýju á leiðinni Kaupmannahöfn New York og flutti marga innflytjendur til Ameríku á næstu árum. í einni slíkri ferð rakst skipið á hafísjaka, en laskaðist ekki að ráði og komst til hafnar af eigin rammleik, eftir að áhöfnin hafði gert að skemmdunum með tiltækum ráðum. En þótt THIMNGVALLA væri þannig tvisvar búið að komast í hann krappann og sleppa í bæði skiptin til hafnar, voru önnur skip Þingvallafélagsins sem í slíku lentu ekki eins heppin, og þar kom að fólk fékk ótrú á félaginu og skipum þess, farþegum fækkaði og félagið átti erfitt uppdráttar. Mesta slysið í sögu félagsins var er e.s. NORGE fórst fyrir vestan Skotland og með skipinum 600 manns, en um 200 var bjargað. Nokkru síðar komst félagið í eigu Sameinaða gufuskipafélagsins og lauk þar sögu þessa óhappa danska skipafélags sem hét íslenzku nafni og átti nokkur skip sem báru íslenzk nöfn.
GEISER

© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1882 sem:GEISER Fáninn var:danskur Það mældist: 2831.0 ts, 1993.0 dwt Loa: 98.80. m, brd 12.10. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána Örlögin má sjá hér að ofan
THINGVALLA

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1875 sem: THINGVALLA Fáninn var:danskur Það mældist: 2524.0 ts,1745.0 dwt Loa: 91.90. m, brd 11.40. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en 1903 var skipið selt til Noregs og fékk norskan fána og nafnið ASLAUG Skipið var rifið í Rotterdam eftir strand 1903
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5483
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195576
Samtals gestir: 8335
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:33:30