12.09.2014 21:48
DS NORGE
Fyrr
á dögum allt frá því að Víkingarnir fóru að fara út á opið haf hefur
sigling á norðlægum slóðum verið erfið. Sólin,tunglið og stjörnurnar sem
voru aðalleiðsögu tæki þess tíma voru oft hulin skýjum regni snjóbyl og
þoku Svo kom seguláttavitinn sem heldur létti mönnum störfin við
siglingarnar. En hann hafði sína annmarka. hlutar úr skrokk og farmi
gátu skekkt hann. Menn þurftu að leiðrétta hann eftir sólinni eða
landmiðum sem þekkt voru. Í dag er þetta allt miklu auðveldara og á
engan hátt sambærilegt. Með tilkomu gerfihnatta sem hringsóla yfir höfði
okkar allan sólarhringinn
"Norður ameríkuleiðin" eins og hún var kölluð
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og þrátt fyrir alla tæknina eru skip enn að stranda. Höfum við nýlegt dæmi hérlendis um það Fyrir hundrað árum þá var það sextantinn,sjóúrið,vegmælirinn og (stundum óútreiknanlegur) seguláttaviti sem menn höðu sér til halds og traust við staðarákvarðanir. Á björtum og sólríkum dögum gekk þetta vel. En í náttmyrkri auk áðurnefndra anmarka gat það verið erfitt. Og gat það verið hipsum haps oftar en gömlu mennirnir vildu viðurkenna. Þá kom hin dýrmæta "reynsla" líka við sögu. Menn lærðu á siglingaleiðir strauma þar og afdriftir og á skipin sín. En svo fór eitthvað úrskeiðis og slysið skeði.Titanic-slysið var stórt en ekki það fyrsta og ekki það síðasta sem skeði.Svo lengi sem mennirnir hafa siglt á hinum sjö höfin hafa þau skeð stór og smá.
DS NORGE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sum
komist í "Sögubækurnar" og verið kvikmynduð. Önnur lifað á vörum þeirra
þjóða sem við sögu komu.Jafnvel orðið að yrkisefni ljóðskálda . Mörg af
þeim stæðstu mætt kalla"hamfarir" (katastrofe) Og þau áttu margt
sameiginlegt.T.d hámark óheppninnar,vantaði góðan útbúnað m.a
björgunarbáta Og svo virkilega slæm stjórn á aðstæðum.
Rockall.
Mynd af "Netinu" © óþekktur
Úr einu af farþegarými NORGE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En
lítið er nú heilagt við það Á flestum kortum var þetta rif bara merkt
eins og nálarauga. Það varð að hafa sérstakri kort af svæðinu,til að
geta séð þetta betur. Samt jafnvel á slíkum kortum, var erfitt að sjá
dýpistöluna 1.4 í læsilegri stærð Hér á eftir er frásögn af strandi DS
NORGE Þar sem skipstjórinn Valdemar
Johannes Gundel valdi Pentlandsfjörðinn í slæmu skyggni og án þess að
hafa nokkra landsýn.Þetta skeði þriðjudaginn 28 júni 1904 þokukenndan
morgun.um kl 0745 Um borð voru 727 farþegar og 68 áhafnarmeðlimi.
Grundel taldi skipið vera komið vel S fyrir Rockall og setti stefnuna
vestur. En lenti á St Helen rifinu.Margir af hinum 727 farþegum stóðu
undrandi á dekkinu í fyrstu Síða brast á alsherjar hræðsla. Einn af
stýrimönnunum reyndi að brjótast gegn um mannþröngina. Fólkið togaði í
hann og spurði: Hvað er að? Hvað er að ske? Stýrimaðurinn þagði og reif
sig lausan. Hann komst uppp á bátadekkið þar sem menn voru í óðaönna að
sjósetja björgunarbáta. Þar úði og grúði af dauðhræddu fólki sem engin
vegur var að hafa hemil á.
Valdemar Johannes Gundel skipstjóri á sínum stað
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Sumt
af fólkinu hafði orðið sér út um lífbelti. En kunni ekkert að
meðhöndla þau Og lífbelti fyrir börn voru ekki til Sumt af fólkinu komst
í björgunarbáta sem komust klakklaut í sjóinn En í marga af þeim
ruddist svo mikið af fólki að þeir slitnuðu niður öðrumeginn og fólkið hrapaði í sjóinn
20 -30 mínútum síðar setti DS NORGE stefnuna til botns og með því 620
manns Farþegar og áhafnarnmeðlimir. Þessi sorgartíðindi snertu fólk frá Hammerfest í norðri til Kristiansand í suðri Frá Skudenes í vestri til Trysil í austri "Konur og börn fyrst" hljóðaði skipun Gundels.En aðeins 167,143 farþegar (16 konur 36 börn og 91 karlmaður) og 24 af áhöfninni björguðust
Slysið
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En eins og einhvert kraftaverk var Gundel sjálfur meðal þeirra. Hann hafði að vísu eins og skipstjóra sæmir staðai á brúarvægnum þegar skipið sökk .Og sokkið með því af haffletinum. En þegar hafið hafði lugt sig um skip og menn (sem höfðu ætlað sér betra líf vestanhafs) hafði honum skotið upp og klukkutíma seinna var honum ásamt einum af vélstjórum skipsins bjargað um borð í einn af björgunarbátnum Sjópróf voru haldin og út frá þeim höfðað skaðabótamál á hendur Gundel skipsstjóra og De Forenede Dampskibsselskaber (DFDS). Á sjálfan affangadag jóla 1904 féll dómurinn Útgerðin og Gundel skipstjóri voru sýknuð af öllum ákærum Hvað Madvik dómari fékk í jólagjöf frá útgerðinni veit "Sagan" ekki En margir giskuðu á að undir jólatré hans hafi legið að minnsta kosti 30 silfurpeningar
DS NORGE
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
NORGE
var smíðað hjá Alex Stephen & Sons Ltd, í Glasgow, Skotland 1881
sem: PIETER DE CONINCK Fáninn var:belgískur Það mældist: 3318.0 ts,
Loa: 105.0. m, brd 11.50. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en
1889 bkaupir Thingvalla Linien skipið og gefur því nafnið NORGE Undir
því nafni og dönskum fána mætti það örlögum sínun 28 júni 1904 sem fyrr
segir