15.09.2014 23:09

DFDS III

Við skildum við skip DFDS. með HEKLU II og að félagið hafði tekið á móti þrem nýsmíðum En nú var ýmislegt að ske í Bretlandi. Ameríski viðskiftajöfurinn J. Pierpont Morgan hafði stór plön um að ná yfirburðum yfir Atlantshafs siglingunum með kaupum á enskum og amerísk skipafélög. Þ.á.m. White Star Þetta leiddi af sér  International Mercantile Marine eða IMM Inn í þessa samsteypu En með aðstoð frá ensku ríkisstjórninni kom Gunard skipafélagið sér undan þessum uppkaupum. IMM gerði líka samninga við stóru þýsku skipafélögin Hamburg-Amerika Line og Nord Deutscher Lloyd. Þetta þýddi að Gunard þurfti að setja extra krafi í sína starfsemi til að halda sinni stöðu í samkeppninni. Það hafði í byrjun lítil áhrif á  Skandinavien-Amerika Linien en en það sem fylgdi á eftir hafði sín áhrif. Gunard setti nú skip í ferðir milli Ítalíu og Ameríku.


OSCAR II

                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk

 Þetta bitnaði á þýsku Vesturfara höfnunum þá gripu þjóðverjarnir til þess ráðs að lækka fargjöldin sem ekki bitnaði aðeins á Gunard Line heldur líka á  Skandinavien-Amerika Linien Sem mátti þola stórtap vegna þessa. Og ekki nóg með það heldur setti IMM 8 skip á leiðina frá Helsingfors vertur um haf sem náttúrlega tók mikið frá Norðurlanda félaginu. Þegar svo  1905 Jacob Brandt vék úr stóli forstjóra var tapið tilfinnanlegt En þarna hafði botninum verið náð. 1906 var hlutaféð aukið frá 18 milljónum í 25 Og nýtt skip (að vísu notað) C.F. Tietgen,keypt af Holland-Amerika Line,  þar sem það hafði borið nafnið  Rotterdam. (frh)

Vesturfarar að fara um borð í eitt af skipum DFDS (málverk eftir Edvard Petersen)



                                                                        Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
En lítum á skipin þar sem frá var horfið í síðustu færslu Það var komið að OSCAR II

OSCAR II



                                                                                        Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

Skipið var smíðað hjá  Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1902 sem:OSCAR II Fáninn var:danskur Það mældist: 10013.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin  var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 900 á þriðja.Og kostaði 4.8 millj.Þetta fyrsta virkilega stóra farþegaskip(transatlantiske damper) var ekki eins stór og skip breta og þjóðverja.En skipið var áhrifamikil sjón í augum ferðafólksins og vakti allstaðar athygli og umtal. Frægast var það fyrir  að landkönnuðurinn Cook valdi það eftir að hafa náð að setja "Stars and Stripes" á Norðurpólinn til heimferðarinnar vestur um haf. Skipið varð aftur í heimsfréttunum þegar bílakóngurinn Henry Ford notaði það til friðarferðar til Evrópu 1915 Einnig mun Thomas Edison hafa komið í heimsók um borð er skipið lá í New York. Skipið fór 398 ferðir til Vesturheims. Þegar fór virkilega að harna á dalnum í kreppunni í byrjun 1930 var það fyrsta skipið sem félagið þurfti að taka úr umferð. Þetta skeði 1931 og 1933 var skipið selt í brotajárn Og 1934 var það rifið i Blyth af Hughes Bolchow & Co. Endirinn hjá OSCAR II reyndist vera upphaf endirs félagsins sem átti hann

OSCAR II


                                                                                  Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

                                                                                                Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
HELLIGE OLAV


                                                                                   Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

Skipið var smíðað hjá  Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1903 sem:HELLIG OLAV Fáninn var:danskur Það mældist: 10085.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin  var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 900 á þriðja.Og kostaði 205.770 ensk pund.Þetta annað í röðinni af þremur sem pöntuð höfðu verið hjá þessari skosku skipasmiðastöð af Skandinavien-Amerika Linien Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf. Það ásamt OSCAR II fengu loftskeytastöðvar 1907.Því var lagt í New York á tímabili 1917-18 1919 var ákveðið að hafa viðkomu í Kristanssand í bakaleiðinni frá NY auk þess að Boston og Halifax vareinnig  bætt við sem viðkomustaðir 1925 var skipið sett á siglingaleiðina København-Stockholm-Helsinki-Stockholm-København.Skandinavien-Amerika Linien  hafði lent í miklum erfiðleikum í byrjun 1930 þegar pólverjar byrjuðu sjálfir að sigla með innflytendur frá Póllandi og vestur. Afleiðingarnar urðu að skipinu var lagt 1931 eftir að hafa farið fram og til baka á Atlantshafinu 418 sinnum í 28 ár Skipið lá í Kaupmannahöfn þar til í nars 1934 að það var selt The Hughes Bolckow Shipbreaking Co. Ltd í Blyth. Þann 9 mars sigli sipið frá Höfn á vit örlagana í Blyth
 
HELLIGE OLAV


                                                                                      Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

Svona kleit það út á þriðja farrými

                                                                                         Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

En svona á því fyrsta

                                                         Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

UNITED STATE


                                                                                        Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

Skipið var smíðað hjá  Alex Stephen & Son í Glasgow. Skotlandi 1903 sem:UNITED STATE (það átti að heita US PRESIDENT en við það var hætt)Fáninn var:danskur Það mældist: 10122.0 ts, . Loa: 152.60. m, brd 17.80. m Vélin  var 8.500 hö(2 skrúfur) gaf 16 sml hraða Það tók 130 farþega á fyrsta farrými 140 á öðru og 1100 á þriðja.Og kostaði 203.750 ensk pund.Þetta var það þriðja í röðinni af þremur sem pöntuð höfðu verið hjá þessari skosku skipasmiðastöð af Skandinavien-Amerika Linien Skipið var sett í ferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf.Allt gekk vel með skipið þar til 16 apríl 1908 en þá lendir skipið í árekstri DS MONTEREY frá New York um klukkutíma siglingu frá NY Skipið strandaði eftir að sjór hafði komist í vélarúmmið við áreksturinn Það náðist út þ 21 og var dregið til NY þar sem viðgerð fór fram 1910 nars 1910 strandar skipið svo í Oslófirðinum í dimmri þoku Farþegunum var bjargað í land.Viku seinna var náðist skipið út og var dregið til Kaupmannahafnar þar sem B&W tók það til viðgerðar. Eftir að OSCAR II og HELLIG OLAV var lagt hafði Skandinavien-Amerika Linien bara tvo skip í Vesturheims siglingum .En svo kom röðin að UNITED STATE Þ 24 nóv 1934 kom skipið til heimahafnar frá New York úr sinni 462 ferð vestur yfir og var lagt eftir 31 árs þjónustu.Í júlí 1935 var skipið selt ítölum sem ætluðu að nota það í stríðinu í Etiópíu. Danskir kommúnistar reyndu að koma í veg fyrir að skipið kæmist til Ítalíu Eftir að hafa reynt 4 sinnum að kveikja í því tókst það loks 3 sept. að kveikja í því miðskips Skipið var svo afhent nýjum eigendum 15 sept og það dregið til  Livorno. Ekki til að nota það sem herflutningaskip heldur til niðurrifs

UNITED STATE

                                                                                  Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur


                                                                                      Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur
Kvæhusbruen í Kaupmannahöfn Þaðan fóru skipin vestur um haf

                                                                         Mynd af heimasíðu um DFDS © óþekktur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5385
Gestir í dag: 180
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195478
Samtals gestir: 8324
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:10:51
clockhere