20.09.2014 21:33

DFDS V

Draumurinn um  Ameriku rættis hjá sumum. Frá 1840 til 1914 fluttust 52 milljónir Evrópubúa vestur um haf  þar af  35 millónir  til USA En eins og ég skrifaði um síðast hraðminnkuðu farþegar flutningar Skandinavien-Amerika Linien til Vesturheims. í WW1 (1914-1918) En jukust aðeins að stríði loknu.

Aðalstöðvar DFDS í Kvæsthusgadeí Kaupmannahöfn

                                                                              Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

En fljótlega fengu þeir nýja keppinauta. Norðmenn og Svía. Og 1919 -20 var útlitið mög svo dökkt. Ekki þreifst félagið á dönskum Vesturförum (kannske einstaka íslendingum) eingöngu En 1920 kviknaði smáljós. Sú týra voru Pólskir Vesturfarar. Flutninur á þeim jóks um 14% 1920.og næstu ár gátu menn treyst á að þriðjungur farþega vestur um haf voru pólskir

Bæklingur frá  Skandinavien-Amerika Linien


                                                                                          Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

Og 1925 fékk  DFDS móðurfélag S.A.L  nýja stjórn með Axel Olaf Andersen þekkt nafn úr dönsku viðskiftalífi í broddi fylkingar (A.O Andersen hafði ,m.a
verið bankaráðsmaður  Privatbankens var einnig m.a . formanður stjórnar Helsingør Skibsværft og Maskinbyggeri og Frederikshavn Skibsværft) Og  I.P. Holst sem stjórnaði vesturhafs siglingum félagsins En nú fóru sögur að ganga um að Pólverjar ætluðu ´ser sjálfir að sjá um sitt fólk og stofna félagt til að flytja það vestur.

L P Holzt var skipstjóri á  HELLIG OLAV frá 1903-1910 Tók þá við sem yfirmaður farþegadeildarinnar til 1932

                                                                                 Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur


Yrði þetta að veruleika myndi SAL missa helminginn af sínum farþegum. Og ekki nóg með það heldur vari ØK (Det Østasiatiske Kompagni nú EAC, East Asiatic Company Ltd.sem þá var orðið mjög þekkt og vinsælt félag bæði vestan hafs og austan) með puttana í þeim áformum.Þessi áform sem gengu eftir settu stórt strik í reikninginn hjá SAL sem fyrirhugaði að  láta byggja tvo skip.En til þess vantaði nú eitt peninga Hvorki .DFDS eða SAL fengu neina styrki frá Ríkinu eins og t.d Gunard hafði fengið frá sínu Ríki.Því varð SAL að láta af öllum áætnunum um ný farþegaskip


Louis Francois Peronard, var skipstjóri á UNITED STATE frá 1920-1921- Á HELLIGE OLAV 1921-1933 og FREDERIL VIII 1933-1935 Varð þar með síðasti skipstjórinn á farþegaskipum SAL

                                                                                       Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

Árið 1931 kom svo  fyrsti "naglinn " í líkkistu SAL hvað farþegaflutninga til Vesturheims varðaði. Tilkynnt var að einu af vinsælasta skipi félagsins OSCAR II á leiðinni Kaupmannahöfn New York yrði tekið af henni. Einnig að HELLIG OLAV skildi breitt í fragtskip.

Danmörk kvödd

                                                                                                     Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur
En þó með möguleikum til breitinga aftur í fyrra horf kallaði aukning á farþegum á það Sem ekki varð. Í stuttu máli nú sinntu nú  tvo skip UNITED STATE OG FREDERIK VIII leiðinni. Hrun þessara flutninga urðu svo ennþá ljósari.1930 voru ferðirnar fram og til baka (aftur á bak og áfram eins og maðurinn sagði) 35 en 1931 voru þær 21 1932, 15. 1933, 17.og 1934, 16  Í nóv 1934 fór  UNITED STATE sína síðustu ferð og var upp í því selt til niðurrifs. Og eins og sagði í síðustu færslu um þetta fór svo FREDERIK VIII síðustu ferð  1935. Það var svanasöngur Skandinavien-Amerika Linien sem hafði flutt yfir eina milljón farþega yfir Atlantshafið  Andlátsárið var því það ár. En móðurfélagið  DFDS hélt uppi fragtflutningum áfram um stund

Jólakort frá  Skandinavien-Amerika Linien

                                                                                          Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

Hér voru örlög vesturfara ráðin í USA Ellis Island

                                                                                      Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

Síðasta stórskip dana í Atlantssiglingunum FREDERIK VIII

                                                                                  Mynd af heimasíðu DFDS © óþekktur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere