16.11.2014 14:03
STAR VIKING
Aldrei þótti mér þetta skip sérlega fallegt. En margir eldri sjóarar muna eftir því hér við land. Gott ef Samskip var ekki með það á sínum snærum eitthvað . En nú er búið að breita því í gripaflutningaskip og svei mér þá, mér finnst það laglegra þannig
Hér er Star Viking sem VIKING
Skipið var byggt hjá Skála Skipasmiðju í Skála í Færeyjum 1983 sem: STAR VIKING Fáninn var: færeyiskur Það mældist: 823.0 ts, 1700.0 dwt. Loa: 77.60. m, brd 13.00. m 2014 var skipinu breitt í Livestock Carrier og mældist eftir það 2936,0 ts 1555.0 dwt Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1992 VIKING - 1996 JOTUNHEIM - 2004 VIKING 2014 STAR VIKING Nafn sem það ber í dag undir fána St Vincent and Grenadines