27.11.2014 15:14

Fyrsta og síðasta

Ég verð að biðja menn sem skoða síðuna um að hafa smá biðlund í sambandi við færslur á henni .Ég er ekki hættur, þetta er of gaman til þess. En ég tók að mér verkefni sem hefur aðeins teigst úr. Og þó tuttugu og fjórir klt séu í sólarhringnum er nennan mín ekkert í samræmi við það. Og ég þakka þeim sem hafa hana til kíkja hér inn þrátt fyrirt léleg afköst síðuhaldara og sendi þeim líka kærar þakkir fyrir tryggðina við síðuna. En hér eru tvö skip. Það fyrra er það fyrsta sem ég skráðist á fyrir tæpum sextíu og tveimur árum Og það seinna það síðasta sem ég skráðist á fyrir 8 árum síðan

ELDBORG




Eldborg var byggð hjá Moss Værft í Moss Noregi 1932 Grímur h/f kaupir skipið 1934.Undir stjórn Ólafs Magnússonar var Eldborgin alltaf með aflahæstu skipum og oft hæst á sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi.Og ég held að metið sem hann sló 1943 rúm 30.000 mál og tunnur standi enn (ef miðað er bara við Norðurland) En hvað um það.Ég byrjaði minn sjómanns feril 1953 á þessu skipi. Tók þá við hjálparkokks og ælustjóra stöðunni af Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara  til margra ára.Ég var um borð þegar þessi mynd sem hér er fyrir ofan var tekin.Eftir knattspyrnuleik í Reykjavík. Skipið var selt til Noregs rétt eftir að Akraborg komst í gagnið.Fékk þar 1st nafnið  Ferking.Síðan nafnið Raftöy.Skipið var svo rifið 1965

VALBERG

                                                                                                                                                                                                    © oliragg
Ég fór með góðum vini mínum Garðari Valberg Sveinssyni að sækja þetta skip til Ólafsvíkur 2006 en Garðar var þá nýbúinn að kaupa það hingað til  Eyjum. Við fórum með það í Njarðvíkur. Þar sem það fór í slipp og síðar fórum við með það hingað til Eyja. Þar lauk mínum sjómannsferli. VALBERG var smíðað í Stálvík ,í Garðabæ 1969 sem SAXHAMAR. Það mældist 111 ts Skipið var svo lengt 1972 og mældist þá 125 ts .Síðan var byggt yfir það 1981. Garðar kaupir það 2006 og gefur því nafnið VALBERG.Það var notað í verðgæslu í Norður sjó. Í sambandi við olíuborpalla. Hann selur svo bátinn 2013 Skipið heitir í dag ARNAFELL HF 90 og er skrá sem "vinnuskip"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere