04.01.2015 18:32
Taldir af
7 pólverjar og einn filipíni sem voru í áhöfn Cemfjord sementsflutninga skips eru nú taldir af. En skipinu mun hafa hvolft í Pentlandsfirðinum þ 2 jan .Á leið sinni frá Aalborg Danmörk til Runcorn Englandi með laust sement.
Hérna má lesa meir um Cemfjord
Nú "Pentillinn" hefur oft verið skipum erfiður Fyrir tæpum 55 árum fórst DRANGAJÖKULL þar, en mannbjörg varð
DRANGAJÖKULL Úr mínu safni © ókunnu
Ekki þekki ég til hvernig lestar skipa sem sigla með laust sement eru útbúnar. En maður er minnugur eins íslenskts skips sem þannig var breitt MÆLIFELLS sem þá hét SCANTRADER Skipið
sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990 áleiðis til Sharpness með sement í
"bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn
Hér er búið að breyta MÆLIFELLI í sementsflutningaskip Og nafnið orðið SCANTRADER