04.01.2015 12:46

Til hamingu

Ég vil óska gömlum skólabróðir Halldóri Nellet og skipshöfn hans á V/S TÝR  til hamingu með þessar tíðu bjarganir á mannslífum niður í Miðjarðarhafi. Það má til sanns vegar færa að tilgangur okkar íslenska "sjóher" er  að bjarga lífum en ekki tortíma þeim eins og tilgangur sjóhers ýmissa landa er.

Halldór Nellet skipherra



Það hlítur að hafa ríkt góð tilfinning í huga Halldórs þegar hann kom með skip sitt og áhöfn heila til hafnar á Ítalíu á föstudagskvöld,plús 450 manns um borð í gömlum "skítadalli" sem þeim tókst að bjarga við erfiðar aðstæðum. Frá hryllilegum örlögum.Við íslendingar eigum að vera stolt af Halldóri og hans mönnum. Þó að starfsvið þeirra sé þar sem það er núna  og kraftar séu notaðir víðsfjarri heimalandinu í bili. Og þótt dimm ský hrannist upp á himni LHGÍ vegna misvitra ráðamanna þessarar þjóðar

Hér er skipið í núverandi "skrúða" á suðrænum slóðum


                                                                                                                           © Lettrio Tomasello
 

Ég geri nú ekki ráð fyrir að þetta nái augum Skipherrans og manna hans En ég óska þeim guðsblessunnar á hinu nýja ári í sínum hættulegu störfum

Hér má heyra viðtal við Halldór á föstudag
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5385
Gestir í dag: 180
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195478
Samtals gestir: 8324
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:10:51
clockhere