16.01.2015 18:13
YEMASSEE
Þetta skip YEMASSEE kom töluvert mikið við sögu hérlendis á stríðsárunum. Og eigum við íslendingar vera þakklátir áhöfn þess fyrir 17 ferðir yfir N-Atlantshafið á árunum 1943-45. Þegar orustan á því stóð sem hæst. Með nauðsynjavörur frá USA Og eigi ófrægari maður en Carlsen skipstóri af FLYING ENTERPRISE var með það um tíma. En sá Carlsen var föðurbróðir Carlsens Minkabana sem margir eldri menn muna eftir
Hér sem ERLAND
© söhistoriska museum se
Skipið var smíðað hjá Eriksbergs MV í Gautaborg Svíþjóð 1922 sem: ERLAND Fáninn var: sænskur Það mældist: 1869.0 ts, ???0 dwt. Loa: 91.40. m, brd 13.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1937 SAIMAA - 1941 YEMASSEE - 1947 SAIMAA - 1964 TAITU Nafn sem það bar síðast undir Panamafána En skipið sökk 25 sml SW Toro Islet,á Sardiniu 19-10-1967 á leið frá Marina di Carrara til Port Sudan með farm af "marble"
Hér sem ERLAND
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se
Carlsen frændur
Kurt
Mynd af netinu © ókunnur
Carl betur þekktur sem Carlsen Minkabani Hér sem stýrimaður í WW2
Mynd af netinu © ókunnur
Carl Anton Carlsen eins og hann hét fullu nafni mun hafa komið hingað fyrst á millistríðsárunum. Kynnst þá íslenskri konu sem hann svo giftist Hér er bútur úr samtali sem átt var við hann í dagblaðinu Vísi þ 9 jan 1952: "Þeir frændur voru um hríð saman í siglingum á YEMASSEE og var Kurt Carlsen þá orðinn skipstjóri, en var þó yngstur þeirra fjögurra, sem í "brúnni" voru. Fyrsti stýrimaður var næstyngstur, annar stýrimaður kom þá, en þriðji stýrimaður var Carl Carlsen, og var hann þeirra elstur.Aldrei lentu þeir félagar í neinum mannraunum þegar þeir voru saman í siglingum, en Carl minkabani sagði Vísi í gær frá skoplegu atviki, er fyrir þá kom í stríðslokin. Gerðist það, þegar tilkynnt hafði verið, að stríðinu væri lokið og kafbátarÞjóðverjar skyldu halda heim ofansjávar. Tóku menn þá tappa úr flösku, til að fagna því, að nú væri hildarleiknum lokið. Yemassee var þá á leið frá Færeyjum til íslands. Vissu skipverjar þá ekki fyrr til, en skip þeirra tókst á loft, tvívegis, svo að þeir héldu, að nú væru þeir búnir að fá sitt, þótt vopnahlé hefði verið gert. Þustu menn út að borðstokknum til að aðgæta, hvar gat hefði komið á skrokkinn, en tundurspillir, sem fylgdi skipinu ásamt fleiri skipum öslaði um og varpaði djúpsprengjum í allar áttir. Hafði hann "orðið var", en brátt kom ferlíki úr dúpinu, en það var þá aðeins hvalfiskur, sem fór næstum í loftköstum, er hann reyndi að forða sér. Yfirmaður tundurspillisins bað afsökunar á sprengjukastinu, en öllum létti á ný og brostu að sjálfsögðu í karnpinn"