17.01.2015 14:13

WW 2

Þar verða 70 ár í maí  síðan seinni heimstyrjöldinni lauk á N-Atlantshafinu og að öllum líkindum verður ýmislegt gert til að fagna því.Ég vil af veikum mætti reyna að minnast skipa þeirra sem fluttu vörur sem við þurftum nauðsynlega á að halda úr Vesturheimi. Eitt af þessum skipum hét MONTANA





Við eigum að minnast þeirra manna sem sigldu þessu skipum.Íslenskum og erlendum. Venjulega er sagt að upphaf stríðsins hafi verið í Evrópu í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland þann 1. september 1939 Og  Í Evrópu lauk stríðinu með uppgjöf Þjóðverja 8. maí 1945 en stríðið hélt áfram í Asíu þar til Japanir gáfust upp 15. ágúst 1945

Hér heitir skipið PAULA

                                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var byggt hjá Helsingör Vært í Helsingör Danmörk 1934 sem Paula.Fáninn var danskur
Skipið mældist 1549.0 ts 1700.0 dwt. Loa: 88.40 m  brd:  12.10 m.Bandaríkjamenn tóku skipið yfir eftir innrás þjóðverja í Danmörk 1941. Þá var það sett undir Panamafána og skírt Montana. Það var í sinni fyrstu ferð fyrir Eimskipafélagið þegar það var skotið niður Það var kafbáturinn U 105 undir stjórn Georg Schewe sem gerði það. Áhöfn Montana bjargaðist

Hér  má sjá allt um þann atburð


Georg Schewe


© Uboat.net


© Uboat.net

 U 105 var af IXB gerð


© Uboat.net

PAULA

                                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk


                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Við íslendingar misstum yfir tvö hundruð sjómenn  að talið er af styrjaldarástæðum. Við mistum þrjú flutningaskip. Þó má þvinga þá tölu upp í fimm ef  Gullfoss sem var kyrrsettur í Kaupmannahöfn og Snæfell sem kyrrsett var í Kristianssand eru talin með En þau áttu ekki afturkvæmt.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere