18.01.2015 18:35
Matthías og Carlsen
YEMASSEE hét áður ERLAND
Carlsen í einkennisbúning á sínum yngri árum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Matthías í einkennisbúning á sínum yngri árum
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Hér er kaflinn úr endirnum af samtalinu:" Matthías réð sig í febrúar 1945 á leiguskip hjá Eimskip sem hét M/SYemassee, sem var á leið til Íslands. "Ég ætlaði að fara heim með Dettifossi en allt var yfirfullt þar. En þá lá Yemassee rétt hjá í höfninni. Ég fór til skipstjórans, sem var danskur, að nafni Kurt Carlsen. Ég þurfti að þéra karlinn sérstaklega Daninn gekk fast eftir því. Hann prófaði kunnáttu mína í loftskeytafræðunum. Hann morsaði málshátt á ensku; Necessity is the mother of invention, sem ég þurfti að skrifa niður."
DETTIFOSS
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Matthías fékk pláss og var farið í skipalest austur um hafið. Dettifoss var í sömu skipalest. Vegna kafbátahættu var skipunum snúið til suðurs, suður fyrir Írland, upp írska sundið og til Belfast. Yemassee var olíukynt skip en Dettifoss gufuskip og þurfti að fara inn til hafnar til að taka kol. Klukkan 8.30 um morguninn, þegar skipalestin var komin norður af Írlandi, hitti tundurskeyti frá þýska kafbátnum U-1064 Dettifoss í fremstu lest, bakborðsmegin. Yemassee var örskammt frá. "Einn þeirra sem komst lífs af var Bogi heitinn loftskeytamaður. Hann sagði mér seinna frá því að þeir hefðu verið uppi í brú og séð rák á sjónum fara rétt fyrir aftan okkur. Tundurskeytið lenti svo á síðunni á Dettifossi".
Skírteini sem Matthías fékk þegar hann afskráðist af YEMASSEE
Mynd sk0nnuð Mogganum © óþekktu
Og hann heldur áfran: " Við vorum tveir aftur á þegar neyðarbjallan hringdi. Það var hrikalegt að horfa á þetta og við tárfelldum. Okkur var bannað að stoppa til að bjarga áhöfn og farþegum vegna þess að önnur skip voru til staðar til björgunar. Þetta var þvílíkur sorgaratburður, að sjá ýmsa af góðum félögum hverfa í hafið og geta ekkert aðhafst."Fimmtán manns fórust með Dettifossi en skipið var með fullfermi af vörum og 45 manns innanborðs, 31 í áhöfn og 14 farþega.
AICEDO sem var í sömu skiplest og DETTIFOSS og YEMASSEE Var líka sökkt Það hét TANJA áður
© söhistoriska museum se
Skipalestin hélt áfram heim til Íslands en þá gerist það að eitt skipið, Alcedo, sem var leiguskip Eimskipafélagsins, var skotið niður rétt fyrir sunnan Stafnes, aðeins sjö dögum eftir að Dettifossi hafði verið sökkt. "Flestir um borð héldu að tundurskeytið hefði hæft okkur því það titraði allt og nötraði um borð. Norskaskipið Lýra var eftirlitsskip í lestinni og frá henni kom skipun til okkar á ljósamorsi að halda til Reykjavíkur með eins miklum hraða og hægt væri." Þrír menn fórust með Alcedo". Matthías hætti í siglingum á erlendum skipum í apríl 1946 Hann andaðist svo 8 des 2010. Vantaði þá 1 ár og 1 dag í nírætt
"Stríðsskipaútgerð" Bandaríjamanna veitti Matthíasi viðurkenningu að stríði loknu fyrir frábæra þjónustu í WW 2
Mynd sk0nnuð Mogganum © óþekktur
. Ég á enn eftir að skrifa ennþá meira um viðtalið við Matthías.