19.01.2015 15:02
Salvatore
Við skulum grípa aðeins niður í grein um Matthías Björnsson fv loftskeytamann sem birtist í Mogganum 20 jan 2002 En þegar við grípum inn inn í hefur Matthías sagt frá ógnvekjandi Englandsferð sem hann fór á togaranum Skutli frá Ísafirði. En á hann hafði hann ráðið sig sumarið 1943 sem loftskeytamann.Eftir að hafa numið þau fræði þá 22 ára gamall:"Ferðin heim gekk slysalaust og hefði margur ætlað að þessi reynsla hefði fælt kornungan Matthías frá sjómennskunni. En launin voru góð.Greidd var áhættuþóknun sem af mörgum var kölluð stríðspeningar.(einnig "hræðslupeningar" þ.á.m af einum þingmanni ath. síðuhaldara)
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Matthías réð sig sem ljósamorsemann um borð í Salvatore, 8-10 þúsund tonna skip sem lá úti á Reykjavíkurhöfn í byrjun árs 1944. Skipinu var siglt inn Hvalfjörð og beið þar þess að fara í skipalest vestur um haf til Bandaríkjanna. Fyrst var siglt ásamt nokkrum öðrum skipum til Oban á vesturströnd Skotlands og þaðan farið í stórri skipalest áleiðis til New York. Þar fór Matthías í land og var afmunstraður ásamt fjórum íslenskum félögum sínum. Síðan skildi leiðir og réðst Matthías nokkru
seinna á skip í eigu Sameinaða ávaxtafélagsins bandaríska, sem sigldi um Miðjarðarhafið.
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Þetta var kæliskip sem flutti egg og kartöflur til herjanna í Norður-Afríku og víðar. Viðkomuhafnirnar voru m.a. Cagliari á Sardiníu og Palermo á Sikiley. Í þriðju ferðinni lá skipið úti á ytri höfninni í Marseille um það leyti sem Þjóðverjar voru að gefast upp. "Við fórum í land daginn eftir og sáum þá tvo þýska skriðdreka sem voru sundurskotnir í hlíðinni upp af borginni," segir Matthías. Eftir losun var haldið aftur til New York. Um borð í öllum stærri skipum á þessum árum var skyttuáhöfn, allt upp í 22 menn sem allir voru í bandaríska sjóhernum. Í hverju skipi var loftvarnabyssa og djúpsprengjur. Matthías réð sig í febrúar 1945 á leiguskip hjá Eimskip sem hét M/SYemassee, sem var á leið til Íslands.En frá því er sagt í færslunni um það skip
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain,Kaupmannahöfn Danmörk 1928 sem: EMMA MÆRSK Fáninn var: danskur Það mældist: 8278.0 ts, 12250.0 dwt. Loa: 142.10. m, brd 18.80. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1941 SALVATOR - 1946 EMMA MAERSK - 1956 PICKANINNY Nafn sem það bar síðast undir Líberíufána En það var rifið á Ítalíu 1959
EMMA MÆRSK
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Eitt af skipum "United Fruit"
© photoship