27.01.2015 15:34

Byrjun WW 2

 

Mér finnst satt að segja, að í ár þegar 70 ár eru liðin síðan hinni ógnvekjandi orustu á N-Atlantshafinu lauk eigi maður sem oftast að minnast þeirra fjölda bæði íslenskra og erlendra sjómanna sem lögðu líf sitt og limi í mikla hættu til þess að íbúar þessarar litlu eyju á umræddu hafi gæti lifað nokkuð mannsæmandi lífi.

Kaupskipi sökkt í WW 2

                                                                                                         Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

 

Í 39 tbl Lesbókar Morgunblaðsins þ 17- 09 -1939 birtist þessi grein undir nafninu "Hlífiskjöldur skipanna" En 1 sept. það ár braust WW2 út með mikilli hættu fyrir sjófarendur á N- Atlantshafi Þessi þarna nefndur "Hlífiskjöldur" mun hafa veitt Íslenskum skipum einhverja vörn í byrjum stríðsins En svo kom hafnbann Þjóðverja. Kæmi til stríðs í dag skildi fáninn sem skip Gufuskipafélags AG sigla undir veita þeim íslensku sjómönnum sem á þeim eru nokkra vörn???


                                                                      

Flutningaskipið Katla I heitir hér MANCHIONEAL

                                                                                                  © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk1911  sem MANCHIONEAL Fáninn var: norskur Það mældist: 1654.0 ts, 2010.0 dwt Loa: 77.80. m, brd 10.90. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1934 KATLA - 1945 REYKJAFOSS - 1949 NAZAR - 1955 CERRAHZADE  Nafn sem það bar síðast undir tyrkneskum fána  En það var rifið í Tyrklandi 1967

Hér sem KATLA með "öryggisskildina" á síðunum


.                                                                                           úr mínum fórum © ókunnur     

Þegar seinni heimstyrjöldin (WW2 eins og ég kalla hana sennilega út af of mikilli nennu ) skall á þ 1 sept 1939 lá Katla I í höfninni í Port Talbot í Wales. Í farmi skipsins voru m.a 12 tonn af striga sem nota átti til pökkunnar á saltfiski og síldarmjöli.Bretar töldu þennan varnign stórhættulegan því hægt væri að nota þetta sem umbúðir fyrir sendingar til Þýskalands.

Um borð í fylgdarskipi skipalestar


                                                                                                                   Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

 

Það var ekki fyrr en Sveinn Björnsson þ.v sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn hafði útvegað yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni að efnið yrði ekki notað á þann hátt að það kæmist í hendur "óvinarins". Þá losnaði skipið úr prísundinni og kom svo til Reykjavíkur 18 okt 1939. Við brosum nú að þessu nú til dags.En þá var þetta grafalvarlegt mál í augum breta.Sem sést af, að skipinu var haldið um hálfan mánuð út af því.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere