27.01.2015 22:09

"Hamborgarskipin"

"Hamborgarskipin" voru þau kölluð GOÐAFOSS II og DETTIFOSS I sem hreinlega var smíðaður með Þýskalands siglingar í huga. Nokkrum dögum áður en WW 2 braust út var GOÐAFOSS í Hamborg eða frá 20 - 25 ágúst 1939.

Goðafoss II


                                                                     Ljósmyndasafn Ísafjarðar  © Sigurgeir B Halldórsson


Skipið var eitt af alsíðustu erlendum skipum sem yfirgáfu Hamborg þegar stríðið var í aðsigi. Hér má lesa um skipið og endalok þess DETTIFOSS fór frá Vestmannaeyjum þ 29 ágúst 1939.( síðuhaldari 1 árs þann dag !!!) áleiðist til Grimsby og Hamborgar. Aðallega með vörur frá SÍS Þ.á.m lifandi hesta og saltfisk auk pósts Þegar til Grimsby kom þ 2 sept var stríðið skollið á. Þessvegna var nokkrum hestum og hluta af öðrum þýskalands vörum skipað þar upp. Sem og þýskalandspóstinum  sem gerður var strax upptækur.

DETTIFOSS I

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktna.

Þá barst E.Í skeyti frá McGregor Gov & Holland Ltd í Hull sem voru  aðalumboðsmenn þeirra í Bretlandi um að allar vörur sem fara áttu til Hamborgar nema umhleðsluvörur væru gerðar upptækar af breskum tollyfirvöldum sem stríðsbannvörur. Var skipið sent til Hull þar sem afgangurinn af Hamborgarvörunni var svo skipað upp. Málið var svo leyst eftir "diplómatískum" leiðum og fékk svo skipið fararleyfi þ 16 sept og kom það svo til Reykjavíkur 4 dögum seinna. Lauk þar með siglingum "Hamborgarskipanna" tveggja til Þýskalands Hér má lesa meira um DETTIFOSS I og endalok hans
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4982
Gestir í dag: 150
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195075
Samtals gestir: 8294
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:04:53
clockhere