05.02.2015 21:06

Brúarfoss I frh

Áhöfnin á BRÚARFOSS undir stjórn Jóns Eiríkssonar auðnaðist tvívegis að bjarga mönnum af sökkvandi skipum í WW 2 Fyrra atvikið skeði 20 maí 1941  þegar skipið var á leið frá Halifax til Reykjavíkur hlaðinn hveiti Að morgni þ 20 nai heyrði loftskeytamaður BRÚARDFOSS neyðarskeyti frá tveimur  breskum  skipum og var annað eimskipið  ROTHERMERE. Bandaríkjamenn voru ekki byrjaðir þáttöku í WW 2 þegar þarna var komið En höfðu nokkra tundurspilla í Julianehåb í Grænlandi Þeir fóru strax að leita að skipbrotsmönnum.

BRÚARFOSS I

                                                                      Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Þeir sendu svo frá sér upplýsingar um veður ,sjólag og aðrar upplýsingar sem kæmi að gagni við leit að mönnunum. Veður var gott hæg NV-átt BRÚARFOSS-menn sáu að leið þeirra myndi liggja nærri staðarákvörðun annars skipsins með litlum breitingum en þó þannig að þeir breittu um 11°í bb Og viti menn um kl 1800 sáu þeir ljós fram undan aðeins á bb Það kom svo í ljós að þarna voru á ferðinni tveir björgunarbátar af  ROTHERMERE með 34 menn innanborðs. Vel tóks að ná skipbrotsmönnunumum borð í BRÚARFOSS sem kom með þá til Reykjavíkur. Vegna hveitisskorts hafði bökurum verið bannað að baka vinarbrauð og önnur þannig sætabrauð. En því banni var aflétt þegar sást til ferða BRÚARFOSS við Gróttu

ROTHERMERE


                                                                                                                                             © photoship

Skipið var smíðað hjá Charles Connell & Co í Scotstoun Bretlandi  sem Fáninn var breskur. Það mældist: 4750.0 ts, 5356.0 dwt. Loa: 128.40. m, brd: 17.20. m Skipið hafi aðeins þetta eina nafn og fána Hér má sjá endalok skipsins




                                                                                                                             © photoship

Seint í október 1942 lagði Brúarfoss af stað frá Ameríku í skipalest sem í
voru 27 skip. Velgengni kafbátanna hafði óhjákvæmilega áhrif á áhafnirnar..Þau skip sem fluttu skotfæri og sprengiefni voru óbeint hvött til að yfirgefa skipalestina og freista þess að  komast undan einskipa. Þau áttu meiri möguleika á að komast heil á áfangastað með því móti. Önnur skip máttu ekki yfirgefa skipalestina. Ef skipalestir voru heppnar var björgunarskip með í för. Að öðrum kosti urðu kaupskipin sjálf að annast bjarganir og það var ekki vinsælt hlutverk.

BRÚARFOSS I



                                                                                                         © photoship
Björgunarskipið varð að vera aftast og var eitt kaupskipa skilið eftir, því skipalestin hélt alltaf áfram. I í einni ferðinni var björgunarskipið orðið fullt. Þá yfirgaf það lestina og hélt til hafnar.4. nóvember 1942, fékk Brúarfoss skipun um að vera björgunarskip og vera aftast. Ástæðan var sú að Brúarfoss hafði gott farþegarými. Skipið átti ekki að vera björgunarskip fyrir alla skipalestina  skipalestina heldur fyrir fjórar raðir. Vindur var hvass á norðvestan og töluverð hvika Sama kvöld, í náttmyrkri og haugasjó, barst neyðarskeyti frá enska skipinu Daleby sem sigldi stjórnborðsmegin við Brúarfoss. Skipið var þegar stöðvað og Jón Eiríksson skipstjóri kallaði skipverja upp á þilfar og bað þá að vera viðbúna. Skömmu síðar komu björgunarbátar og fleki upp að skipshliðinni og var 37 skipverjum hjálpað um borð.

DALEBY

                                                                                                                             © photoship

Skipið var smíðað hjá Armstrong, Whitworth & Co í Willington Quay Bretlandi 1929 sem: KITTY TAYLOR Fáninn var: breskur Það mældist: 2736.0 ts, 4640.0 dwt. Loa: 120.40. m, brd 16.40. m Skipið gekk undir þessum nöfnum:1934 DALEBY Nafn sem það bar síðast undirsama fána En  hér má sjá endalok skipsins

DALEBY
                                                                                                                                                          © photoship


Eftir voru níu menn í hinu sökkvandi skipi. Jón Eiríksson tilkynnti skipverjum að hann myndi ekki leggja að neinum að fara til bjargar þeim sem eftir voru og leggja þannig líf sitt í hættu en sjálfboðaliðar væru vel þegnir. Þegar gáfu fimm skipverjar sig fram og einn skipbrotsmaður. Þeir fóru í björgunarbátinn, áttæring, sem skipbrotsmennirnir höfðu komið á. Sjórinn gekk látlaust yfir bátinn oghálffyllti hann svo hann flaut aðeins á flotholtunum. Kristján Aðalsteinsson, sem fór í bátnum, segir að Jón Eiríksson hafi helst ekki viljað láta björgunarbátana á Brúarfossi í þessa ferð, þegar svo margt fólk var um borð, og þess vegna hafi þeir farið í bátnum af Daleby. Er þeir komu að hinu sökkvandi skipi var ógjörningur að leggja bátnum að. Sjór gekk yfir skipið og steyptist út af því á hléborða og hefði strax fyllt bátinn ef hann hefði reynt að leggja að.

Kristján Aðalsteinnsson (1906-1996) var annar stm á BRÚARFOSS og stjórnaði fyrri björgunarferðinni




Auk þess virtust mennirnir um borð ekki vera í þannig ástandi, að þeir gætu veitt einhverja hjálp til að taka á móti bátnum, sem var þungur og illviðráðanlegur í sjóganginum. Fjórir köstuðu sér þegar í sjóinn en fimm voru með öllu ófáanlegir til þess og voru þeir þá skildir eftir og farið til baka. Ferðin tók um tvo tíma. Nú var að mestu skipt um áhöfn í björgunarbátnum og hann útbúinn betur að árum og ræðurum. Átta fóru af stað til að bjarga þeim sem eftir voru. Þegar þeir áttu eftir 300-400 faðma að skipinu sökk það. Auðvelt var að sjá mennina í sjónum þar sem rauð ljós voru í björgunarvestum þeirra. íslendingunum tókst að bjarga tveimur en tundurspillir bjargaði þremur. Þegar komið var með þessa tvo menn um borð í Brúarfoss var annar þeirra orðinn líflaus.Þetta var fimmtán eða sextán ára strákur, lítill og léttur. Ég hélt að hann væri dáinn. Svo réðst ég á hann og reyndi að lífga hann við, blés og hamaðist á honum en ekkert gekk

Sigurður Jóhannsson (1914-1972) var þriðji stm á BRÚARFOSSI og stjórnaði ferð nr 2.



Ég var alveg að gefast upp, en allt í einu kom hrygla. Ég hef aldrei séð mann skjálfa annað eins. Hann ætlaði aldrei að geta hitnað. Við gáfum honum kaffi og  brennivín í það og stöfluðum hitaflöskum í kringum hann allan en hann skalf í eina tvo þrjá tíma. Þá hitnaði hann. (Kristján Aðalsteinsson segir frá)
Björgunin stóð yfir í fimm klukkustundir, frá klukkan hálfsjö til hálftólf að kvöldi. Þá hafði 44 skipbrotsmönnum af Daleby verið bjargað um borð í Brúarfoss. Eitt af hjálparskipunum, korvetta, kom í ljós og spurði hversu mörgum hefði verið bjargað. Kom þá í ljós að öll áhöfnin á Daleby hafði komist af. Búið var um skipbrotsmennina á öðru farrými en þar var skipshöfnin vön að sofa á siglingu í samræmi við öryggisreglur sem settar voru árið áður. En nú flutti áhöfnin sig fram í. Síðan var siglt af stað og Brúarfossi tókst að ná skipalestinni daginn eftir, en ganghraði hans var níu til tíu sjómílur á klukkustund. Með skipalestinni var síðan siglt síðasta spölinn, en sunnan við ísland skiptist lestin. Brúarfoss, ásamt korvettu og tveimur dráttarbátum, sigldi til Reykjavíkur en aðalskipalestin hélt áfram til Bretlands.

Heiðurskjal frá Eimskipafélagi Íslands úr eigu Geirs Jónssonar háseta á BRÚARFOSSI



                                                                                               Myndin skönnuð úr bókinni í "Skotlínu" með leifi höfundar

Af þeim 27 skipum sem lögðu af stað komust aðeins 14 skip heil til hafnar en 13 enduðu á hafsbotni Þeir, sem fóru í ferðirnar á lífbátnum að hinu sökkvahdi skipi fengu heiðursskjal fyrir voru: Kristján Aðalsteinsson 2. stýrimaður, Sigurður Jóhansson 3. stýrimaður, Jörundur Gíslason 4. vélstjóri, Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður, Svavar Sigurðsson háseti, Geir Jónsson háseti, Einar Þórðarson háseti, Kristján I.Einarsson farþegi, Þórarinn Sigurjónsson háseti, Sigurbjörn Þórðarson háseti, Gunnar Einarsson kyndari. Ungi maðurinn, ungi sem Krirtján lífgaði við náði fullri heilsu eftir hjúkrun þeirra Brúarfossmanna

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere