06.02.2015 17:04

Stríðsbyrjum 1939

 

Úr Alþýðublaðinu þ 08-09-1939: "Stjórn Eimskipafélags íslands hefir undanfarið svo að segja dag og nótt unnið að og undirbúið stríðssiglingar skipanna. Leitaði hún til enska Lloydvátryggingarfélagsins um að stríðstryggja skipin. Lengi barst henni ekkert svar, en loksins í gær fékk hún svar um, að Selfoss, sem liggur í Englandi, hefði verið tryggður, enda var stjórnin búin að gefa fyrirskipun um að tryggja skipið samkvæmt breskum lögum. Selfoss lá fullfermdur af nauðsynjum í Englandi og með eins mikið af farþegum og rúm var fyrir. Hafði skipið legið svo að segja síðan stríðið braust út tilbúið að sigla. Búist er við, að skipið fari áleiðis heim í dag.




Skipstjóri þarna hefur sennilega verið Ásgeir Jónasson


Dettifoss liggur eins og kunnugt er í Hull. Hann átti að hlaða vörur til landsins, en nú hefir orðið éihhver tregða á útflutningsleyfi á þeim vörum, sem skipið átti að taka. Frekara svar um þetta atriði hafði Eimskipafélaginu ekki borist í morgun. Lloyd mun taka öll Eimskipafélagsskipin til tryggingar, en stjórn Eimskipafélagsins barst tilkynning um það í morgun, að það hefði að eins ekki unnist tími til þess í gær að ganga frá tryggingu skipanna

DETTIFOSS I

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktna.

Einar Stefánsson (1884-1951) hefur sennilega verið með skipið þarna

 

.
Brúarfoss liggur í Kaupmannahöfn, eins og kunnugt er, albúinn til að sigla. Framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins sagði við Alþýðublaðið í morgun, að Brúarfoss myndi geta lagt af stað frá Kaupmannahöfn síðdegis á morgun, ef tilkynning kemur í dag síðdegis eða í fyrramálið iim að búið sé að ganga frá tryggingunum, en það tekur alltaf dálítinn tíma að ná í hina mörgu farþega, en þeir eru búnir að bíða eftir því, að skipið geti lagt af stað síðan á þriðjudag, en þann dag átti skipið að leggja af stað frá Kaupmannahöfn.

BRÚARFOSS I

                                                                      Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur

Júlíus Teitur Júníusson hefur sennilega verið með skipið þarna




Gullfoss liggur hér albúinn til að sigla og Lagarfoss er einnig tilbúinn. Bæði skipin munu fara beint til Kaupmannahafnar, og það er með þau, eins og skipin, sem eru í erlendum höfnum, að þau sigla undir eins og tilkynning kemur um" að skipin séu tryggð.Er talin von um, að Gullfoss geti lagt af stað annað kvöld. Alþýðublaðið spurði framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins að því, hvernig varið væri tryggingum á skipum, er sigldu til Ameríku héðan. Hann svaraði að tryggingin væri margfalt lægri fyrir slíkar siglingar"

GULLFOSS I


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Sigurður Pétursson (1880-1956)  var eini fasti skipstjórinn á skipinu undir íslenskum fána 




LAGARFOSS I


                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur

Nú margnefndur Jón Eiriksson var sennilega með "Laggann" þarna

 

 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5483
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195576
Samtals gestir: 8335
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 20:33:30
clockhere