08.02.2015 13:05
Meira WW 2
Churchill varð einusinni að orði um RAF eða breska flugherinn:"Never in the history of mankind have so many owed so much to so few" Mér finnst alveg hægt í stað "mankind" setja Íslands og nota svo orðatiltækið um sjómenn okkar í WW2 Lítum aðeins í Sjómannablaðið í sept 1939:
Sundurskotið íslenskt fiskflutningaskip,FRÓÐI kemur til hafnar í Reykjavík 15-03-1941
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
"Nú dregur til stórtíðinda í Európu. Stærstu og voldugustu menningarþjóðir álfunnar hafa lýst friðslitum sin á milli, og ekki er annað sýnna, en meginland Európu og höfin í kring, muni brátt enduróma af fallbyssudrunum og flugvélagný, ásamt kvalaópum særðra og deyjandi. Endir og afleiðing viðburðanna er öllum hulin. Þjóðin verður því að taka því, sem að höndum ber með skynsemi og stillingu, slaka til á kröfum sinum, þótt fyllilega réttmætar séu, meðan nýtilkomið styrjaldar ástand helst. Þetta siðasta á ekki sist við sjómennina, sem eiga óuppgerða reikninga við stjórn og þing i ríkara mæli en nokkur önnur stétt
Mikill óvinur í WW 2 og jafnvel enn í dag,Tundurdufl
En einmitt því fremur sýna sjómenn þegnskap sinn og drenglund, með þvi að ganga ótrauðir fram fyrir skjöldu um afla og aðdrætti í þjóðarbúið á þrengingartímum. Sjómenn leggja lif og limi i hættu á friðartimum og fá oftast minni þökk en skyldi. En vera kynni að augu þeirra, sem kaldrifjaðastir eru í garð sjómannastéttarinnar íslenzku, opnist ekki i annan tíma betur en nú fyrir því hvar þjóðin væri stödd, ef atorku sjómannanna nyti ekki við. Enn gæti svo tiltekist að þeir, sem sitja á hjassanum heima i inni sinu, meðan slysa- og lifshætta sjómanna margfaldast, skilji að hér á landi er risin upp stétt manna, sem ber á herðum sér islenska menningu og afkomu, frekar öðrum íslenskum stéttum" Tilv lýkur
Annar mikill óvinur sjómanna í WW 2 Kafbátur
Ég byrjaði mína sjómennsku 8 árum eftir þeim títtræddum hörmungum linnti. Og var með mönnum sem upplifðu þær.Vandi mig á að"drekka"með þeim sjómönnum sem ég sigldi með í það og það skiftið. Ég heyrði menn oft menn státa sig af að hafa siglt í miklum brælum með tilheyrandi t.d óklárheitum á veiðarfærum og slíku.Og hvernig þeir redduðu því oft aleinir(ég kannske engin undanteking þar) En þá menn sem tóku þátt í WW 2 heyrði ég aldrei tala um þá daga. Og var ég samt með þó nokkurum sem sem supu mikið seyðið af henni.
Þriðji óvinurinn voru flugvélar
Fyrir utan þessa venjulegu Eld ís og stórviðri þurftu sjómenn þeirra tíma að berjast við þessa þrennu óvætta. Við eigum á þessu ári sérstaklega að heiðra minningu þessara manna með eins miklum sóma og virðingu og hægt er