09.02.2015 12:17
Fróði og fl
Út af áliti sem síðan fékk í gær finnst mér rétta eð endurbirta færslu frá í fyrra En ég man eftir þeim misskilningi hér á árum áður að bretar sjálfir hefðu sökkt REYKJABORG og ráðist á FRÓÐA. Ég man að faðir minn sem sigldi á ELDBORGINNI á stríðsárunum hélt þessu fram. Rökin voru t.d þau að þegar FRÓÐI kom til Vestmannaeyja hafi breskir hermenn komið og týnt allar kúlur og sprengibrot sem þeir hefðu fundið í stórskemmdu skipinu. Og með Reykjaborgina ,að flekann sem Vörður kom með til Reykjavíkur tók breski herinn strax í sína vörslu og skilaði ekki aftur fyrr en allar kúlur og sprengubrot þar höfðu verið týndar úr honum. Einnig áttu Bretar að hafa tilkynnt að þeir hefðu sökkt vopnuðum frönskum togara á þeim slóðum sem REYKJABORGINNI var sökkt. En REYKJABORG var frönsk smíði Hér er svo færslan
Dagana 10 til 12 mars í ár eru 74 ár síðan þrjú íslensk skip voru í eldlínunni á N Atlantshafi
REYKJABORG RE 64
Þann10
var b/v Reykjaborg RE 64 skotin í kaf af þýskum kafbát Skipstjóri hét
Ásmundur Sigurðsson og var bróðir okkar ástsæla skólaskóla
Stýrimannaskólans Jónasar Og ef minnið er ekki að bregðast mér þá var
einn af aðaleigendum skipsins Guðmundur Jónsson löngum kendur við gamla
skip sitt Skallagrím. Guðmundur var faðir hins farsæla skipstjóra á
Skeljungi II og Kyndli I Péturs sem margir eldri farmenn muna eftir Hér
má lesa inn á Uboat.com nákvæmlega um hvað skeði Reykjaborgin hafði lagt af stað frá Reykjavík síðdegis þ 8 mars 1941 áleiðis til Fleetwood
Ásmundur Sigurðsson Skipstjóri
Eins
og sést inni á U-bout.com komust þrír skipverjar á fleka.Sem þeir
hírðust á í sólarhring áður en var bjargað af korvettunni HMS PIMPERNEL
En þá var einn þeirra látinn af sárum sínum Togarinn Vörður fann svo
flekann og kom með hann til Reykjavíkur 17 mars 1941
Aðrir sem fórust með REYJABORG
Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri Fiskimálanefndar var farþegi með Reykjaborg
Hér er flekinn af Reykjaborg hífður í land úr Verði
Þeir sem komust á björgunarflekan af Reykjaborg:
Eyjólfur Jónsson háseti (1904-1988)
Sigurður Hansson kyndari ( 1910-1951)
Kristófer Óskar Vigfússon komst á flekan en lést af sárum sínum fyrstu nóttina Bróðir hans Guðjón var 1 vélstj á Pétursey sem sökkt var 2 dögum seinna
FRÓÐI
Línuveiðarinn Fróði var einnig á leið til Fleetwood þegar árás (frá U Boat.com) var gerð á það kl 0800 LMT þ 11 mars 1941
Af 11 manna áhöfn komust 6 lífs af úr hildarleiknum En skipið komst við
illan leik til Vestmannaeyja. Vélskipið Skaftfellingur sem einnig var á
leið til Fleetwood gat látið vita hvernig komið var fyrir skipinu. Og
eftir að gengið var úr skugga um að skip kæmi á móti Fróða hélt
Skafftfellingur áfram En Fróði hélt áfram ferð sinni til Eyja Það er
skemst að segja að hjálparskipið sem sentvar á móti Fróða fór á mis við
hann Skipstjóri Fróða Gunnar Árnason lifði af árásina sjálfa er særðist
til ólífis í henni Honum tókst þó helsærðum að stjórna siglingu skipsins
langleiðina til Eyja. Sýndi hann þar af sér aðdáunnarverða karlmennsku mikið viljaþrek og drenglund.En
þegar hann fann að hverju dró fól hann skipstjórnina í heldur eina
hásetans sem á lífi var Guðmundar Einars Guðmunsssonar Gunnar skipstjóri
lést svo af sárum sínum klukkutíma áður en skipið kom til Eyja
Þeir sem fórust með FRÓÐA
Hér eru fjórir af þeim sex sem komust lífs af úr þessum hildarleik
Sverrir Torfason lést 1999
Guðmundur Einar Guðmundsson háseti (1906- 1993)
Sveinbjörn Davíðsson 1 vélstjóri (1912-1986) særðist illa á báðum höndum
Fróði kominn til Reykjavíkur með lík fórnarlambana á þilfari þ 15 mars 1941
PÉTURSEY
Línuveiðarinn Pétursey IS 100 lagði af stað frá Vestmannaeyjum 10 mars 1941 til Fleetwood En skipinu var sökkt (U Boat.com) 12 mars 1941 Enginn af áhöfninni komst af
PÉTURSEY hér sem PAUL SI 25
Þeir sem fórust með PÉTURSEY
Skipið
á myndinni er ekki rétta PÉTURSEY. Þetta skip hafði borið nafnið
PÉTURSEY en var svo gefið nafnið ÖRN GK 5 1932 Það skip fórst svo með
allri áhöfn út af Mánáreyjum 8 ágúst 1936