10.02.2015 21:10
Meira um WW 2
Mikill skaði varð á íslenskum skipum á tímum WW 2, þýskir kafbátar gerðu sér leið hingað á Íslandsstrendur og voru oft í launsátri. Sjómenn voru heppnir með það að flugvélar náðu aldrei að sökkva neinu íslensku skipi. Á þessum árum var hverri sæmilega haffærri fleytu komið í fiskflutninga til Englands Er að miklu leiti ótrúlegt hvernig menn komust á sumum þessum "kollum" fyrirgefið orðbragði,klakklaust milli landa Tækjalausir og allir vitar ljóslausir Ég hugsa að ungir sjómenn í dag geri sér enga grein fyrir hve veigalítil sum þessara skipa voru og hvílík afrek þetta voru í raun og veru
SÍLDIN GK var svona "týpiskur"fiskflutningabátur þess tíma Og sennilega líka hægt að kalla hleðsluna "týpiska" fyrir umræddar siglingar. En þarna er báturinn undir síldarhleðslu
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Alls var um 18 íslenskur skipum sökkt í seinni heimstyrjöldinni, fiski og flutningaskipum. Þar af var 8 sökkt af þýskum kafbátum, og vitað er með vissu að einu íslensku skipi (opin vélbátur Vigri) var sökkt með tundurdufli. Með þeim skipum sem fórust, fórust um 225 manns. En talið er að alls 229 íslendíngar hafi látist af stríðsvöldum í allt.Stærsti mannskaðinn varð þegar flutningaskipinu Goðafossi var sökkt í nóvember árið 1944. Skipið var að koma frá Ameríku með 12 farþega og 30 manna áhöfn þegar það varð fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbát og sökk á sjö mínútum. 18 manns komust á fleka og björguðust um borð í amerískt skip, en 24 fórust. Ég skrifaði færslur um eina ferð HELGA VE til Fleetwood. á þessum árum hérna má lesa þá færslur og einnig hérna Fjölnir IS 7 var einn þeirra báta sem stunduðu þessar siglingar frá byrjun stríðsins klakklaust þar til að hann lenti í árekstri við írska póstskipið LARIDS CROW síðasta stríðsárið Eða þ 09-04-1945 Með skipinu fórust 5 menn.
FJÖLNIR ÍS 7
Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Lítum í Morgunblaðið þ 12--04-1945
Pálmi Jóhannsson
LARIDS ISL systurskip LARIDS CROW
© photoship
Fjölnisslysið var síðasta stórslysið sem íslenskir sjómenn máttu þola í WW 2. Það er minning þessara manna sem hér voru nefndir og annara bæði þeirra sem lutu í lægra haldi og þeirra sluppu lífs úr þessum hildarleik sem við eigum að minnast sérstaklega á þessu ári.Þegar liðin eru 70 ár síðan honum lauk. Gerum það á veglegan og virðulegan hátt