Katla/Edda"/>

11.02.2015 19:25

Katla/Edda

Ég skrifaði um daginn um daginn þessa færslu um að KATLA I hefði verið í höfninni í Port Talbot í Wales.Þegar stríðið byrjaði. En er nú farinn að halda að það hafir misprentast í gögnunum sem ég studdi nig við og þetta hafi átt að vera EDDA Eins og kannske sést ef maður les þetta betur Fréttir af íslensku kaupskipunum öðrum en skipum Eimskipafélagsins voru oft á skornum skammti á þessum tíma. En ég sé í fréttum Vísis "frá höfninni" þ 4 sept 1939 að KATLA hafi komið til Reykjavíkur þ 3 s.m

Hér er skipið nýtt ?? og heitir AMSTELSTROOM

 

                                                                                                                                          © photoship

 

Hér heitir það EDDA

 

                                                                                                                                                      © photoship

Hér heitir það SIDEREA

                                                                                                                                                         © photoship

 


Hér læt ég staðar numið með þessar upprifjun frá WW 2 og mennina sem sem báru hitan og þungan af henni á N-Atlandshafinu Menn sem menningarvitarnir vildu/vilja ekkert vita af. Og sem kölluðu sanngjarna þóknun til þeirra sem sigldu á hættulegustu svæðunum "hræðslupeninga" Og fulltrúar þeirra sjómanna sem hættu lífi sínu til að brauðfæða þessa þjóð var ekki einusinni boðið í veislu sem haldin var á Hótel Borg í tilefni lýðveldststofnuninnar 1944. Eða að vera viðstaddir embættistöku fyrsta þjóðkjörna forseta íslenska Lýðveldisins 1945. Þar gengu fyrir listamenn atvinnurekendur o.fl þvílíkir Og spurt var í Sjómannablaðinu 1945 :"Hvenær fá hinir ágætu "etikéttu"-meistarar okkar ráðna bót á minnisleysi sínu" Svar mitt er þeir hafa ekki fengið minnið enn.Ekki ætla ég mér að blanda mér mikið í þjóðfélagsumræðuna nú um stundir.En vil þó segja þetta:  "Menningarvitarnir sem nú eru uppi eru sprottnir af rótum þeirra gömlu  Þeim finnst slorlyktina vond. Og fussa og sveia yfir henni. En geta þó gleypt við henni komist þeir í blöðin. Gamall gegn sjóari opnaði fiskbúð í gamalli verbúð. Með meðfæddum vilja til að standa á eigin fótum þráaðist hann við þegar "vitarnir" ætluðu að valtra yfir svæðið. Hann keypti sér grill og fór að grilla í túristana. M.a hvalkjöt í þá þegar þeir komu úr hvalaskoðunum. Þetta var nú ekki eftir ritualinu hjá menningarvitunum. En hvað skeði sjálfstæði sjóarinn vann og nú er hverfið þarna orðið einn af aðal viðkomustöðum erlendra ferðamana Og nú vilja allir "Lilju kveðið hafa"

 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5165
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195256
Samtals gestir: 8306
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 19:26:18
clockhere