18.02.2015 22:49

Suezskurður og "guli flotinn"

Eins og allir vita er Suez skurðurinn í Egyptalandi. Hann tengir saman Miðjarðarhafið og Rauðahafið, veitir þannig skipaflotanum tengingu milli Evrópu og Asíu Án þess að skipin þurfi að sigla S fyrir Afríku Hann var  opnaður í lok 1869 og hefur verið í stöðugri notkun síðan, með nokkur undantekningum 

SUEZSKURÐUR

                                                                                                                                            Mynd af Netinu © óþekktur

Einni af þeim undantekningum fann heimurinn fyrir í átta ár, Þegar skurðurinn var lokaður á umferð alveg 1967-1975.Í júní 1967 sigldu fimmtán skip norður um skurðinn og þá braust út stríð á milli Ísraels og Egyptalands Stríðið var skammvinn Ísraelar unnu afgerandi sigur innan viku. (Stríðið er nú þekkt sem "sex daga stríðið.") .

Great Bitter Lake

                                                                                                                                            Mynd af Netinu © óþekktur

Skömmu eftir að stríðið braust út "blokkeruðu" Eygptar Suezskurðinn með því að sökkva gömlum skipum t.d gömlum grafskipum í endunum Þannig að hann lokaðist í báðum endum Og fljótlega varð ljóst að hann yrði ekki opnaður í bráð
. Skipin sem tepptust í skurðinum fengu nafnið "Yellow Fleet" út af gulum sandi sem settist á þau Þau lögðust við  akkeri í "Great Bitter Lake", saltstöðuvatn u.þ.b. 100 ferkílómetrar (250 ferkílómetrar) í yfirborði, sem skiptir norður hluta af Suez að sunnan. Og þar, sátu þau föst  þar til Egyptar höfðu hreinsað og opnað skurðinn aftur 5. júní 1975. Í millitíðinni, lágu þarna 4 skip undir fána Bretlands(Br) tvö frá Vestur-Þýskalandi (Vþ), Tvö frá Bandaríkjunum(Us) Svíþjóð (Sæ) og Póllandi (Pó) og eitt frá Frakklandi (Fr), Búlgaríu, (Bú)og Tékkóslóvakíu (Té)

Þrjú skip úr "gula flotanum" Lengst til v er AGAPENOR þá MELAMPUS og lengst til h er LEDNICE

                                                                                                                                                 © Rick Cox

Skipin voru: MELAMPUS (Br) SCOTTISH STAR (Br) PORT INVERCARGILL (Br) AGAPENOR (Br) MÜNSTERLAND (Vþ) og NORDWIND (Vþ) KILLARA (Sæ) NIPPON (Sæ) OBSERVER (Us) AFRICAN (Us) DJAKARTA (Pó)  BOLESLAW (Pó) ESSAYONS (Fr) VASSIL LEVSKY (Bú) LEDNICE (Té)  Í október 1967 komu yfirmenn og áhafnir allra annara fjórtán skip saman á MELAMPUS til að stofna "Great Bitter Lake Association" sem myndi veita gagnkvæman stuðning Skipverjar fóru að hittast reglulega á skipum sínum og skipulögðu félagslega atburði Þeir stofnuðu t.d " Yachting Club" Þarna myndast sem sagt lítið samfélag  T.d með óopinbera póstþjónustu Áhafnir þeirra söfnuðust borð í einu af bresku skipunum PORT INVERCARGILL til að spila fótbolta Og þannig mót voru haldin Sýndar kvikmyndir í búlgarska skipinu VASSIL LEVSKYT.   Guðsþjónustur haldnar í öðru Vestur Þýska skipinu Svo nýttu menn  sér laugarnar um borð í sænsku skipunum.

Skipalest í Suezskurði

                                                                                                                                                   © photoship

Í sambandi við Sumar Ólympíuleikana 1968 héldu hinir strönduðu sjómenn  sína eigin "Lake Olympic Games".Sem mikið var lagt upp úr kappróðrum lífbáta Með tímanum var svo hægt að draga úr fjölda skipverja um borð í skipum, og árið 1969 var skipunum safnað í nokkra hópa til að draga úr fjölda áhafnna sem þótti nauðsynlegt fyrir útgerð þeirra. Áhöfnunum sem voru eftir til að halda skipunum til var skift út á þriggja mánaða fresti. Árið 1972 voru síðustu skipverjar af þýsku skipunum  sendir heim

MÜNSTERLAND


                                                                                                                                                        © Malcom Cranfield 
En viðhald þeirra sett í hendurnar á norsku fyrirtæki
Þegar skurðurinn var loks opnaður voru, skipin frjáls  að sigla. Af skipum í "Gula flotanum" voru það aðeins þýsku skipin sem gátu yfirgefa skurðinn á eigin afli. Vorið 1975 var Suezskurðurinn opnaður aftur fyrir alþjóðlega flutninga. Og 24. maí 1975,náðu svo þýsku skipin MÜNSTERLAND og NORDWIND heim til heimahafnar sinnar Hamborgar. Þá urðu mikil fagnaðarlæti því meira en 30.000 áhorfendur fögnuðu komu þeirra.  Fyrir MÜNSTERLAND var þetta endirinn á ferð til Ástralíu sem hafði staðið í átta ár, þrjá mánuði og fimm daga

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196715
Samtals gestir: 8489
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 04:00:03
clockhere