28.02.2015 15:19
Reykjafoss II
Í janúar sl voru 50 ár síðan þetta að mínum dómi fallega skip var selt til Grikklands Hvað skipið varðaði held
ég að öllum sem á því sigldu hafi þótt vænt um það.
Svona segir Morgunblaðið frá endalokum skipsins sem Reykjafoss þ 22 jan 1965
Þarna
sést að síðasti skipstjóri skipsins undir íslenskum fána var Haraldur
Jenssonn faðir hins góða drengs Guðmundar sem er nú er skipstjóri á nýjasta
skipi Eimskip LA GARFOSS
Haraldur Jensson skipstjóri (1923-2003)

Hér er hann að yfirgefa Eyjar
© Tryggvi Sigurðsson
Skipið var smíðað hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 Sem GEMITO.Fáninn var ítalskur Það mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70. Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1951 REYKJAFOSS - 1965 GRETA - 1969 ANNOULA - 1973 ANNA
Fyrsti íslenski skipstjórinn á REYKJAFOSSI II var Sigmundur Sigmundsson (1890-1979)
Með Ágúst Jónsson (1901-1976) sem yfirvélstjóra
Það var skemmtileg tilviljun að yfirstýrimaður Reykjafoss II var Eyjólfur Þorvaldsson sem svo sótti næsta nýja skip Eimskipafélagsins sem skipstjóri. Þ.e.a.s nýsmíðina TUNGUFOSS tveimur árum seinna.
Reykjafoss
Úr mínu fórumi en © mér óþekktur
© Rick Cox
Úr mínu fórum en © mér óþekktur
@ Hawkey01 Shipsnostalgia
@ PWR
Hér heitir skipið Greta
© T.Diedric