15.03.2015 16:14
Sunnudagur 15-03
Ekki það, að það sem ég skrifaði um vini mína hér í Eyjum var hverju orði sannara. En ég hafði átt að halda kjaf.. um þetta með "slenishristið". Það hélst í hendur þegar dópið var að renna af mér þá reið í hlað einhver versta flensa sem ég hef fengið lengi. Ég stóð eiginlega engan veginn undir sjálfum mér .
Enda þarf jú krafta til að halda uppi hundrað og ... já ekki fleiri orð um það, kg skrokk . Veðrið og flensuskíturinn lengdu svo tíma minn í f.g borg En í annari tilraun tókst það Mikið var ég svo feginn þegar þeir Ernismenn lentu vélinni eins mjúkt og þeir hreinlega tækju tillit til beinverkjanna í skrokknum á mér ,á flugvellinum hér sl miðvikudag . Og hingað boðin velkominn sem ávallt af góðum vinum sem keyrðu mig beint heim þar sem ég tók svo nokkra svingi við flensuna í bælinu næstu dægur Nú er þessum harða kafla í lífinu lokið Harðastur var hann þó þegar ég með gegnvotun fingri af handspritti álpaðist með hann upp í skurðinn á viðkvæmsata stað líkamans En nú er ég að reyna að taka við þessu á daginn sem af langri reynslu lært ég hef
Eða eitthvað íþá átt sem, Káinn kvað um Ekki meir um það snúum okkur að tilgangi síðunnar: Skrifa færslur um "fragtskip" Vinur minn Torfi Haraldsson lét ekki deigan síga í vináttunni við mig þegar ég var "erlendis" Hingað kom skip á vegum Eimskip sem, 3 OAK heitir Og þrátt fyrir slæmt veður og skyggni náði hann þessum myndum af skipinu
3 OAK
© Torfi Haraldsson
Það var smíðað hjá Peters,Hugo í Wewelsfleth Þýskalandi 2006 sem:EURO SOLID Fáninn var: Gíbraltar Það mældist:7100.0 ts,8800.0 dwt.Loa: 125.80. m, brd 21.70. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum: En 2012 fékk það nafnið 3 OAK Nafn sem það ber í dag undir Malta fána
3 OAK
© Torfi Haraldsson
© Torfi Haraldsson