15.03.2015 16:56

Litlafell I

13 mars 1954 var ekki föstudagur eins og í ár það var laugardagur. Þetta var mikill hátíðisdagur hjá Skipadeild SÍS en þann dag kom til Reykjavíkur nýkeypt skip hennar LITLAFELL Sem var eitt af hinum gömlu og góðu skipum sem átti eftir að þjónusta landsmenn um árabil. Og átti flekklausan veril við hina hrjúfu strönd landsins okkar. Mér þótti LITLAFELL I alltaf snoturst skip.Þetta var fyrsta skipið í olíuskipaflota þeirra Skipadeildarmanna. Hann var aldrei stór hvað fjölda snerti. En því stærri hvað smálestafjölda varðaði Skipaútgerð Samvinnumanna var stórmerkileg.Og með hreinum undrum að saga hennar skuli aldrei hafa verið skrifuð. Svona hugsi maður til komandi ára og áratuga. Fái einhverjir "sérvitringar" áhuga á siglingasögu landsins þá um stundir. En skip Samvinnumanna skrifar þar stóran kafla sem ekki má falla í gleymsku

Ungfrú Hjördís Þór dregur íslenska fánan að hún á skipinu þ 13 mars 1954

                                                            Mynd skönnuð úr gamalli Samvinnu  © óþekktur

Skipið keypt notað frá Svíðþjóð 1953 af Sambandi ísl. Samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. og ætlað til dreifingar á olíuafurðum til hafna á Íslandi. Skipið flutti einnig frá Íslandi lýsi til Evrópu. Þá var skipið einnig notað nokkrum sinnum til flutninga á lausu fóðri frá Evrópu til Íslands.

Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS bíður Sjövald sænskan skipstjóra skipsins velkomin með það til landsins Sænskur stm stendur á milli þeirra


                                                                                    Mynd skönnuð úr gamalli Samvinnu  © óþekktur

Ekki virðist tækjaútbúnaðurinn á dekkinu hafa verið verið flókinn svona í fljótu bragði


                                                                                             Mynd skönnuð úr gamalli Samvinnu  © óþekktur


LITLAFELL I


                                                                             Úr safni Samskip © óþekktur

Litlafell I var smíðað hjá Norrköpings Varv í Norrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER. Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts  879.0 dwt. Loa: 65.60. m  brd: 9.00. m Skipadeild SÍS og Olíufélagið h/f keyptu skipið 1954 og gáfu því nafnið Litlafell.Þeir selja það svo 1971 og fær það nafnið POLYXENI  1973 GLAROS - 1975 MARK III  Um endalok skipsins er þetta að segja  í þeim plöggum sem ég hef um skipið::No Longer updated by (LRF) IHSF    (since 05-08-2010) Síðasta flaggið var Honduras


                                                                   Úr safni Samskip © óþekktur

Skipinu stjórnaði í fyrstu hérlendis Bernharð Pálsson skipstjóri



Með Sigurjón Jóhansson
sem yfirvélstjóra




LITTLAFELL I

                                                                                                    Úr safni Samskip © óþekktur
                                  


                                   Úr safni Samskip © óþekktur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196627
Samtals gestir: 8453
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 02:49:20
clockhere