16.03.2015 15:50

Skipadeildin fyrir 60 árum

Mig langar að líta með ykkur á grein í Tímanum í mars 1956 Þar sem fjallað var um siglingar á vegum Skipadeildar SÍS 1955.Þá var bjart yfir hjá íslenskum kaupskipum og mönnunum sem á þeim sigldu Lítum í Tímann: "Kaupskip samvinnumanna höfðu á árinu 1955  956 viðkomustaði í 66 íslenzkum höfnum, eða sem næst þrem viðkomum á hverjum degi allt árið.Fluttu skipin tæplega 200 000 smálestir af vörum og sigldu 235 000 sjómílur, og eru þá ekki meðtalin leiguskip, sem SÍS þurfti að taka. Eitt á viku og nokkru betur. Fyrir réttum tíu árum voru forráðamenn Sambandsins að ganga frá samningum um kaup á fyrsta kaupskipi Samvinnumanna, Hvassaíelli. Síðan eru skipin orði

sex og er nú verið að undirbúa kaup eða smíði á 18-20 þús. smálesta olíuskipi, sem ekki aðeins verður langstærsta skip íslendinga, heldur nálega tvisvar sinnum stærra að smálestatölu en öll hin samvinnuskipin sex

Þegar greinin var skrifuð var farið að huga að þessu skipi MOSTANK seinna HAMRAFELL

                                                                              © photoship
Hvassafell, fyrsta kaupskip Sambandsins, var keypt frá ítalíu 1946 og kom til heimahafnar sinnar á Akureyri þá um haustið. Síðan komu svo Arnarfell, Jökulfell, Dísarfell, Litlafell og Helgafell, öll smíðuð í Svíþjóð, nema Dísarfell, sem smíðað var í Hollandi. Skipin hafa ekki aðeins reynst hin hentugustu i alla staði, heldur og verið gæfuskip í hvívetna, mönnuö hinum vöskustu áhöfnum. Hefur það verið heppni samvinnuhreyfingarinnar, hversu ungir og dugandi menn hafa valist í hvert rúm á skipunum, en meðalaldur skipstjóranna er nú aðeins 40 ár og fyrstu stýrimanna 35 ár.


Hvassafell
(2300 Dwt) fór s.l. ár17 ferðir, flutti 31.153 smálestir af vörum og sigldi 36.270 sjómílur Skipstjóri er Guðmundur Hjaltason.


                                                                                                  © söhistoriska museum se

Guðmundur Hjaltason skipstjóri

Arnarfell (2300 dwt) fór 9 ferðir, flutti 17.375 lestir og sigldi 43.944 sjómílur. Skipstjóri er Sverrir Þór.


                                                                                                                © söhistoriska museum se


Sverrir Þór skipstjóri

Jökulíell (1045 dwt) fór 22 ferðir, flutti 18.402 lestir og sigldi 43.046 sjómílur. Skipstjóri er Guðni Jónsson.


                                                                                                                     © söhistoriska museum se


Guðni Jónsson skipstjóri


Dísarfell (1031 dwt) fór 17 ferðir, flutti 15.397 lestir og sigldi 41.164 sjómílur. Skípstjóri er Arnór Gíslason.



                                                                                                                                                   @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Arnór Gíslason skipstjóri

Litlafell (917 dwt) fór 115 ferðir, flutti 88.285 lestir og sigldi 28.137 sjómílur. Skipstjóri er Bernarð Pálsson.



                                                                Úr safni Samskip © óþekktu


 Bernhard Pálsson skipstjóri

Helgafell (3250 dwt) fór 12 ferðir, flutti 25.761 lest og sigldi 43.100 sjómílur. Skipstjóri er Bergur Pálsson.

                                                                                       © söhistoriska museum se

Bergur Pálsson skipstjóri

Viðkomur og staðir: Akranes 27 Borgarnes 10 Hellisandur 3 Ólafsvík 11 Hólmavík 18 Óspakseyri 4 Borðeyri 6 Hvammstangi 16 Grundarfjörður 11 Stykkishólmur 13 Búðardalur 3 Salthólmavík 2 Gjögur 2 Króksfjarðarnes 2 Hvalsker 1 Flatey 3 Patreksfjörður 15 Tálknafjörður 7 Bíldudalur 12 Þingeyri 24 Flateyri 23 Súgandafjörður 11Bolungarvík 1 ísafjörður 33 Langeyri 3 Ingólfsfjörður 1 Norðurfjörður 5 Drangsnes 4  Djúpavík 1 Blönduós 3 Skagaströnd 28 Sauðárkrókur 25 Hofsós 8 Haganesvík 3 Siglufjörður 37 Ólafsfjörður 14 Dalvík 25 Hrísey 14 Dagverðareyri 1 Krossanes 3 Hjalteyri 6 Akureyri 56 Svalbarðseyri 13 Húsavík 37 Kópasker 6 Raufarhöfn 13 Þórshöfn 16 Bakkafjörður 7 Vopnafjörður 17 Borgarfjörður 9 Seyðisfjörður 25 Norðfjörður 19 Eskifjörður 16 Reyðarfjörður 34 Fáskrúðsfjörður  28 Stöðvarfjörður 11 Breiðdalsvík 11 Djúpivogur 20 Hornafjörður 23 Vestmannaeyjar 22 Þorlákshöfn 23 Keflavík 118 Hafnarfjörður 24 Reykjavík 122 Gufunes 4 Hvalfjörður 65

Samtals: 66 hafnir, 1178 viðkomur

Á þessu sést hve yfirdrifsmikil þjónusta Skipadeildar SÍS var við landbyggðina á þessum tímum.Einnig hve dugmiklum og færum mönnum hún hafði á að skipa sem yfirmenn á skipunum. Og menn skulu hafa það í huga að engar voru þá bógskrúfurnar eða bekkerstýrin. Akkerin hugvitið og handaflið notað

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4310
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194403
Samtals gestir: 8263
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:58:39
clockhere